Vor í Árborg

Svo segja þeir alla vega í auglýsingunum. Ég er hrædd um að við séum að fara á hausinn af öllum þessum auglýsingum í útvarpinu. Mikið má koma inn á móti ef ekki á illa að fara.

Og kannski kemur mikið inn?

Við fórum í dag að leita að "vorinu í Árborg".

Þegar við vorum búin að gera allt sem átti að gera um helgina létum við verða af því. Við þurftum "nebbla" að gera svo margt að þetta komst ekki í verk fyrr en síðdegis í dag.

Við vorum þá búin að fara sex ferðir á haugana með jólatréð, það var búið að liggja hér á lóðinni í viku, fimmtán metra tré, ekkert smámál að koma því frá sér. Svo var þá hægt að taka til á lóðinni sem var undir trénu, og því lukum við. Við erum líka búin að fara í sveitina og skoða gróðurinn í Mýrinni, hann synist koma vel undan vetri, nema nokkur tré sem hafa sligast undan snjó. Við fórum líka í fjórar heimsóknir í þeirri ferð og eitt matarboð í Leynigarði.. Svo var í gær kvöldmatarboð hér fyrir börnin sem voru í grenndinni. Það er búið að flísa og ganga frá því öllu. Ég þvoði gróðurhúsið í gær og tók þar vel til. Þetta er bara það sem ég man í fljótheitum. Við vorum sem sagt rosalega dugleg og fórum svo síðdegis með Helgu Guðrúnu að skoða vorið í Árborg. Fyrst komum við út á Austurveg og þar var þá ekki kvikindi á ferð, bara dauður bær?  Þá fórum við á Arnberg í ís og þar var lífsmark, nokkrir að þvo á planinu.

Við keyrðum svo í Sandvíkurhreppinn og þar var næst fólk að sjá. Frænkur og mæðgur  og tík, í gönguferð við Sandvík, með nýtt og flott hús í baksýn.

Á Eyrarbakka fundum við þennan "Gónhól", sem er alltaf verið að auglýsa, og þar fann ég líka að húsabaki tvo pilta sem sögðust vera "að njósna". Þeir voru með sérstaka njósnaratösku, sem þeir sögðu að gæti"skotið sjálf"? 

Að síðustu sáum við "á milli byggða", heyverkunartækin þeirra strandbúa, tilbúin til átaka sunarsins.  Svona er nú "vorið í Árborg".

DSCF9141DSCF9146DSCF9152DSCF9155DSCF9157


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Josiha

Gaman að rekast á ykkur hjá Strokkhól

Josiha, 13.5.2008 kl. 00:46

2 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Flott mynd af traktornum. Hinar góðar líka.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 13.5.2008 kl. 01:50

3 Smámynd: Rúnarsdóttir

Hvenær hætti Arnberg að heita Bellubar?

Rúnarsdóttir, 13.5.2008 kl. 09:25

4 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Bellubar er þarna auðvitað enn.

En svona á stórhátíðum, eins og hvítasunnu og jólum, segir maður Arnberg - bara svo það nafn gleymist ekki. kv. 

Helga R. Einarsdóttir, 13.5.2008 kl. 17:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hér slettir Helga skyrinu...

Höfundur

Helga R. Einarsdóttir
Helga R. Einarsdóttir
Netfang: hresk@mi.is

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • DSCF2187
  • DSCF2186
  • DSCF2180
  • DSCF2214
  • DSCF2208

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 197259

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband