14.4.2008 | 21:30
Þá var íslenska krónan eftirsóttur gjaldmiðill og Interpool lýsti eftir mér - framh. - lok.
Hann lokaði dyrunum og bauð mér sæti við borð. Settist svo á móti mér og hafði ritvél fyrir framan sig.
Svo fór hann að spyrja mig: Hvernig kynntist ég vini mínum Anthony? Hafði ég hitt hann oftar? Hvenær komum við heim? Og allt mögulegt vildi hann vita. En honum fannst engin ástæða til að segja mér hvers vegna hann var að forvitnast þetta.
Ég sagði honum söguna alla, eins og ég hef skrifað hér á undan. Dró ekkert undan sem mér fannst skipta máli, þó mér fyndist varla að nokkuð af þessu gæti skipt svo miklu máli að þyrfti að eltast við það alla leið úr Reykjavík.
Hann hamraði á ritvélina og skráði hvert orð skilmerkilega og skaut inn einstaka spurningu. Að síðustu vildi hann vita hvort einhver myndi geta staðfest það sem ég hafði sagt honum og nefndi ég þá hjónin sem komu og settust hjá okkur.
Svo las hann fyrir mig allt sem hann hafði skrifað og ég kvittaði undir að rétt væri.
Nú loksins þótti honum ástæða til að segja mér hvers vegna hann hafði svona mikinn áhuga á mér og vinum mínum.
Ransóknarlögregla ríkisins hafði fengið erindi frá INTERPOOL, þar sem beðið var um að þeir hefðu uppi á manneskju sem héti Helga Einarsdóttir og byggi á Selfossi.
Vinur minn Anthony hafði verið tekinn fastur í London, þar sem hann hafði gengið á milli verslana og hótela og selt gamla græna verðlausa hundrað krónu seðla frá Íslandi sem sænskar krónur, og var víst ekki smátækur.
Eina vísbendingin sem benti til þess hvar hann gæti hafa fengið seðlana var miði í vasa - með nafninu mínu og heimilisfangi. Þar lá nú við að Danir lægju í því!
Ég gaf nú lögreglumanninum allt dótið úr eldhússkápnum og sá ekki eftir því. Hann var mest hrifinn af myndinni og það fannst mér dáliðtið merkilegt. Hann var líka ánægður með söguna sem ég hafði sagt honum og taldi víst enga ástæðu til að efast. Að sögulaunum sagði hann að ég skyldi halda pundunum 25, ég gæti notað þau í næstu ferð. Þegar ég svo yfirgaf löggustöðina vinkaði ég Hergeiri löggu heldur hreykin. Hann horfði á eftir mér hugsandi, og hafði örugglega aldrei komist í kast við INTERPOOL.
Um bloggið
Hér slettir Helga skyrinu...
Tenglar
Barnabörnin
Dritarar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 197259
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
omg þetta er efni í glæpasögu, það eru ótrúlegustu hlutir sem þú hefur lent í Helga!!
Guðbjörg Elín (IP-tala skráð) 14.4.2008 kl. 22:21
Frábærlega vel skrifað og skemmtilegt. Já, eins og glæpasaga.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 15.4.2008 kl. 20:04
Sammála síðustu ræðumönnum!
Ása Ninna Katrínardóttir (IP-tala skráð) 16.4.2008 kl. 00:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.