Ţá var íslenska krónan eftirsóttur gjaldmiđill og Interpool lýsti eftir mér - framh.

Ţegar heim var komiđ tók viđ daglegt amstur, gjafir og peninga frá vini mínum Anthony lagđi eg upp í eldhússkáp og ćtlađi eđ taka međ mér í nćstu ferđ til höfuđborgarinnar.

Ţangađ var ţó ekki fariđ daglega um hábjargrćđistímann og ţađ liđu ţrjár vikur eđa svo.

Ţá hringdi síminn einn daginn og ég svarađi. Karlmađur kynnti sig og kvađst hringja fyrir hönd Ransóknarlögreglu ríkisins. Hann spurđi eftir Helgu Einarsdóttur. Ég sagđist vera sú sem hann leitađi ađ. Ţá spurđi hann hvort ég ţekkti mann  sem héti Anthony Jones?  Jú ég hélt nú ţađ, hann ţekkti ég alveg. "Kynntist honum útí London um daginn, og ég á fullan eldhússkáp af dóti frá honum".

"Jćja vćna mín", sagđi ransóknarlögreglumađur ríkisins, getur ţú hitt mig á lögreglustöđinni á Selfossi á morgun klukkan eitt? "Og taktu međ ţér dótiđ".   Jú ég hélt ađ ţađ vćri nú í lagi, en fékk engar frekari skýringar.

Ţetta símtal olli mér töluverđum heilabrotum ţađ sem eftir var dagsins. Ţađ vafđist fyrir mér hvernig Ransóknarlögregla ríkisins hefđi fengiđ veđur af ţessum skyndikunningja mínum? Gat veriđ ađ hann vćri kominn til landsins og vćri ađ reyna ađ hafa uppá mér? Ekki leist mér á ţađ.

Nćsta dag tók ég allt góssiđ úr eldhússkápnum, pund og kínaseđla, mynd og nafnspjald og labbađi út á löggustöđ í tćka tíđ. Á ţessum tíma var löggustöđin viđ Hrísholt, ţar sem AA er núna. Ţetta var fyrir mööörgum árum. Ţá flaug ađ mér ađ ţetta hlyti ađ vera meiriháttar mál, ransóknarlögreglumađur ríkisins gerir sér varla ferđ út á land fyrir einhverja smámuni? Hér eru ágćtir ransóknarlögreglumenn sem ćttu ađ geta séđ um svona nokkuđ? 

Einn ţeirra tók á móti mér og var ekki laust viđ ađ á honum vćri kyndugur svipur. Kona úr nćstu götu kölluđ til yfirheyrslu hjá manni sem kom alla leiđ úr Reykjavík? Frá Ransóknarlögreglu ríkisins?  Ţessa konu hafđi löggan ţekkt mestalla sína löggutíđ og átti ekki von á neinu svona mögnuđu. Ég fann svolítiđ til mín ţegar hann vísađi mér í yfirheyrsluherbargiđ, ţar sem ţessi merkismađur beiđ eftir mér. Hann var svo merkilegur ađ hann var ekki einu sinni í búning. Ţetta var "TOP SEECRET"!


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Auđséđ ađ ţú áttir ţér einskis ills von.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 15.4.2008 kl. 20:03

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hér slettir Helga skyrinu...

Höfundur

Helga R. Einarsdóttir
Helga R. Einarsdóttir
Netfang: hresk@mi.is

Fćrsluflokkar

Sept. 2024
S M Ţ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Nýjustu myndir

  • DSCF2187
  • DSCF2186
  • DSCF2180
  • DSCF2214
  • DSCF2208

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband