Þá var íslenska krónan eftirsóttur gjaldmiðill og Interpool lýsti eftir mér - framh.

 -- Í möppunni var hann með sýnishorn af seðlum, allar mögulegar gerðir frá fjöldamörgum löndum. Það vildi svo til að þarna áttum við sameiginlegt áhugamál og ég fékk að skoða möppuna vel og vandlega.

Enga sá ég þar íslenska seðla og hafði orð á því. Hann sagðist eiga eitthvert lítilræði en ekki hafa það með sér. Svo spurði hann hvort ég ætti nokkuð sem ég vildi skipta á  og það vildi svo til að ég var með í veskinu einn gamlan tíu króna seðil. Þennan fjólubláa, heldur lítið spennandi seðill, svona í útliti, og hafði einhverju fyrr verið skipt út fyrir  kringlóttan pening.

Þennan tíkall fékk Anthony (við vorum orðin nokkuð náin) og ég í staðinn tvo kínverska seðla og var bara heldur ánægð með það. Hafði þó ekki hugmynd um verðgildi þeirra seðla.

Hann fór nú að spyrja um myntbreytinguna sem hafði verið gerð árið áður hér á Íslandi. Í því sambandi var hann helst að hugsa um gömlu grænu hundrað króna seðlana, hvort verið gæti að enn væri hægt að kaupa eitthvað af þeim? Ef ekki í bönkum, þá kannski í safnarabúðum?  Hann var að velta þessu fyrir sér útaf búðinni, gæti kannski selt eitthvað af svona seðlum þar. Ég taldi ekki útilokað að enn væri hægt að finna græna hundraðkalla og bauðst til að kanna málið fyrir hann.

Nú varð hann glaður. Hann lét mig hafa nafnið sitt og heimilisfang á blaði og 25.00 pund til að eyða í peningaverslunum á Íslandi.

Það voru komin þarna hjón sem tilheyrðu mínum hópi og sátu þau hjá okkur og fylgdust með samræðum og áætlanagerð án þess að leggja mikið til málanna.

Að endingu gaf hann mér mynd af sér, sem tekin var af götuljósmyndara, og á annarri öxlinni sat grettinn apaköttur. Þótti mér álitamál hvor væri fríðari, apinn eða Anthony "mæ frend", fannst þó eiginlega ókurteisi að afþakka myndina. Ég stakk henni í töskuna mína ásamt pundunum 25, heimilisfanginu og kínaseðlunum.

Nú fór hann að tygja sig til brottfarar, en hafði svo orð á því hvort hann gæti fengið nafn og heimilisfang hjá mér? Þótti mér það ekki nema sjálfsagt þar sem ég var með fulla vasa fjár frá honum. Ég skrifaði nafn og póstáritun á miða, sem hann stakk í vasann, svo pakkaði hann  saman möppunni, kvaddi með vinsemd og fór. 

Segir nú ekki meir af þessum degi eða Lundúnadvölinni yfirleitt, við fórum heim einum eða tveimur dögum seinna.  --- framh. --- 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Held áfram að lesa þvi þú ert nú búin að skrifa meir.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 15.4.2008 kl. 20:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hér slettir Helga skyrinu...

Höfundur

Helga R. Einarsdóttir
Helga R. Einarsdóttir
Netfang: hresk@mi.is

Færsluflokkar

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Nýjustu myndir

  • DSCF2187
  • DSCF2186
  • DSCF2180
  • DSCF2214
  • DSCF2208

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband