Þá var íslenska krónan eftirsóttur gjaldmiðill og Interpool lýsti eftir mér.

Já það var nú þá. Nú er krónan hins vegar sögð handónýt og Interpool lætur alveg eiga sig að lýsa eftir bófum sem setjast að á Íslandi. Við erum fullgóð til að geyma þá.

Þetta verður að vera framhaldssaga, hún er svo löng. Og þeir sem þekkja söguþráðinn í fyrstu fjórum línum sleppa þvi bara að lesa.

Sumarið 1981 fórum við hjónin í utanlandsferð með Karlakór Selfoss. Það var farið til Englands og Wales og í ferðarlok dvalið nokkra daga í London, þar sem kórfélagar og konur kynntu sér lífið borginni.

Þarna bjuggum við á notalegu hóteli nærri miðborginni, eyddum dögunum í skoðunarferðum, búðarápi og safnaskoðun. Við fórum líka eitt kvöldið að sjá Evitu, sem seint mun gleymast.

Það kom að því einhvern af seinni dögunum að eiginmaðurinn, sem var í ferðanefnd þurfti að bregða sér með fararstjóranum á fund flugfélagsmanna, vegna einhverra breytinga á fluginu. Ég beið bara á hótelinu á meðan.

Ekki nennti ég að hanga ein uppi á herbergi og flestir aðrir voru einhversstaðar úti í bæ, auðvitað í búðunum. Ég kom mér fyrir í þægilegum stól í lobbýinu og beið þar.       Þarna var líka nóg að sjá og heyra af fólki frá öllum heimshornum. Að horfa á fólk er það skemmtilegasta sem maður getur gert í útlöndum - finnst mér, og það kostar ekki neitt.

Ekki hafði ég lengi setið þegar ég heyrði kallað, frá afgreiðslunni, og fararstjóri íslenska hópsins beðinn að koma þangað væri hann nálægur. Ég vissi að hann var úti með mínum manni, en sinnti ekki kallinu. Svo var aftur kallað - og enn.

Ég sat þarna og horfði á stúlkuna sem talaði í kallkerfið og var nú orðin nokkuð óróleg. Ég er oftast alveg til í að hafa mig í frammi ef þess þarf og mér fannst líka allt í lagi að láta hana vita að ég sæti þarna og skildi alveg það sem hún var að segja.

Ég stóð upp og gekk að borðinu og sagði henni að fararstjórinn okkar væri útí bæ en kæmi bráðum, ég skyldi láta hann vita af henni. Hún sagði bara takk(á ensku). 

Ég settist aftur og tók upp þráðinn við mína skemmtilegu vettvangsransókn.

Þetta hefur lengi verið ein af mínum veiku hliðum, allt að því óhóflegur áhugi á því sem fram fer í kringum mig. Forvitni, segja sumir, en aðrir reyna að gera gott úr og kalla það fróðleiksfýsn.

Litlu seinna sé ég mann koma gangandi í áttina til mín, og sýndist eiga við mig erindi. Þetta var hávaxinn maður, heldur luralega vaxinn og óttalega óheppinn í andliti.       Ekki sá ég þó ástæðu til að leggja á flótta, engan skal dæma eftir útlitinu einu og við vorum þarna í miðju fjölförnu anddyrinu.

Hann heilsaði kurteislega, sagðist heita Anthony Jones og spurði svo hvort ég tilheyrði íslenska hópnum sem byggi á hótelinu? Ekki sá ég ástæðu til að neita því og hann spurði hvort hann mætti tylla sé hjá mér? Hann langaði til að spjalla um eitt og annað sem tengdist Íslandi og þó ég væri ekki hraðmælsk á enska tungu taldi ég mér fært að svara, alla vega með nei og já, ef hann vildi eitthvað spyrja um land og þjóð, ég hafði svo sem ekkert annað að gera.

Hann fór nú að spyrja um ferðalagið okkar og svo um ýmislegt heima á Íslandi og virtist ekki alveg ókunnugur því landi, en hafði þó ekki komið þangað. Okkur gekk bara vel samræðan. Hann var með einhverskonar skjalamöppu meðferðis og sagði eftir nokkra stund að hann væri safnari og ræki ásamt öðrum eihverskonar safnaraverslun.            Nú var ég orðin áhugasöm þó karlinn væri ekki mjög aðlaðandi. "Söfnun" er orð sem ég skil og hef margoft fallið fyrir. ----  framh -------

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Æi...þetta er að verða spennandi, var þetta glæpon?

Guðbjörg Elín Hjaltadóttir (IP-tala skráð) 13.4.2008 kl. 22:30

2 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Varst þú nokkuð fædd Guðbjörg, þegar sögurnar um "Baskervill hundinn" og "Með kveðju frá Gregory" voru lesnar í útvarpinu á kvöldin? Við sem lentum í að hlusta á svoleiðis kvöldsögur fyrir svefninn "látum okkur fátt fyrir brjósti brenna", en ég veit ekki nema þú ættir að fara varlega í að lesa - alla vega ekki ein heima.

Helga R. Einarsdóttir, 13.4.2008 kl. 22:44

4 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Ég bíð spennt eftir framhaldinu.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 13.4.2008 kl. 23:57

5 identicon

Ég bíð líka spennt...

Ása Ninna Katrínardóttir (IP-tala skráð) 14.4.2008 kl. 00:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hér slettir Helga skyrinu...

Höfundur

Helga R. Einarsdóttir
Helga R. Einarsdóttir
Netfang: hresk@mi.is

Færsluflokkar

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Nýjustu myndir

  • DSCF2187
  • DSCF2186
  • DSCF2180
  • DSCF2214
  • DSCF2208

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband