11.4.2008 | 21:51
Orðasmíði í Kastljósi?
Á hverjum dagi heyrir maður og sér einhverja snilldartakta hjá fjölmiðlafólkinu. Stjörnu dagsins í dag fær Helgi Seljan fréttamaður. Ég held nefnilega, og er eiginlega viss um, að hann sagði dálítið skrýtið í Kastljósinu í kvöld. Ég hlustaði á það tvisvar.
Hann var að tala við tvo einstaklinga um eitt og annað sem gerðist í vikunni og þar á meðal vandamálin í umferðinni. Hann talaði um aðgerðir eða aðgerðaleysi ráðherra og minntist þess að núverandi ráðherra hefði haft ákvenar skoðanir á málum fyrir ári síðan en nú væri hljóðið í honum allt annað. "Það er komið allt annað hljóð í skrokkinn", sagði Helgi? Er það ekki eitthvert snilldarlegt nýyrði, "skrokkinn"? Ég hef alltaf heyrt talað um, og séð fyrir mér, "strokk" í þessu sambandi. En kannski er talað svona fyrir austan, hvað veit ég?
Um bloggið
Hér slettir Helga skyrinu...
Tenglar
Barnabörnin
Dritarar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.4.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 197497
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta minnir mig á ummæli sem Reynir Traustason hafði í morgunútvarpi Bylgjunnar.
"Samfylkingin er eins og heilalaust kjötflykki í stjórnarsamstarfinu."
Þórbergur Torfason, 11.4.2008 kl. 22:10
Hey! Ég segi líka alltaf "skrokkinn". Gummi er alltaf að leiðrétta mig. Suss! Mér finnst það bara meika fullkomlega sens að segja skrokkinn. Skrokkur = líkami. Stundum kemur annað hljóð í mann - maður skiptir um skoðun. Mér finnst þetta með strokkinn bara bull
Josiha, 11.4.2008 kl. 22:50
Líklega áttu framtíðina fyrir þér í fréttamennskunni Jóhanna. kv.
Helga R. Einarsdóttir, 11.4.2008 kl. 23:24
Hey! Uss Jóhanna...þú varst greinilega ekki uppi á þeim tíma þegar annað hljóð kom í strokkinn.... ekki ég heldur.
Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu..., 12.4.2008 kl. 00:33
Er rangt að segja skrokkinn? Ég hef alltaf sagt það!
Ása Ninna Katrínardóttir (IP-tala skráð) 12.4.2008 kl. 13:36
OMG! Það er til nokkurs að berjast - "þegar öllu er á botninn (eða er það pottinn?) hvolft" eruð það þið sem erfið landið
Helga R. Einarsdóttir, 12.4.2008 kl. 22:28
Ég held að stelpurnar séu heyrnarbrenglaðar!
mýrarljósið (IP-tala skráð) 13.4.2008 kl. 14:12
"Botninn", og svo er ýmislegt í pottinn búið eins og við vitum.
Fórstu ekki að hlæja þegar þú leist út í morgunn?
mýrarljósið (IP-tala skráð) 13.4.2008 kl. 14:20
Nei ljósið mitt, eiginlega ekki. En hugsaði þó með mér að bráðnun væri skammt undan. Nú er ég hins vegar gráti nær, það hleður niður og engin von um annað - fyrr en á þriðjudag þó. kv.
Helga R. Einarsdóttir, 13.4.2008 kl. 14:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.