Orðasmíði í Kastljósi?

Á hverjum dagi heyrir maður og sér einhverja snilldartakta hjá fjölmiðlafólkinu.       Stjörnu dagsins í dag fær Helgi Seljan fréttamaður.    Ég held nefnilega, og er eiginlega viss um, að hann sagði dálítið skrýtið í Kastljósinu í kvöld. Ég hlustaði á það tvisvar.

Hann var að tala við tvo einstaklinga um eitt og annað sem gerðist í vikunni og þar á meðal vandamálin í umferðinni. Hann talaði um aðgerðir eða aðgerðaleysi ráðherra og minntist þess að núverandi ráðherra hefði haft ákvenar skoðanir á málum fyrir ári síðan en nú væri hljóðið í honum allt annað. "Það er komið allt annað hljóð í skrokkinn", sagði Helgi?    Er það ekki eitthvert snilldarlegt nýyrði,  "skrokkinn"? Ég hef alltaf heyrt talað um, og séð fyrir mér, "strokk" í þessu sambandi.  En kannski er talað svona fyrir austan, hvað veit ég?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórbergur Torfason

Þetta minnir mig á ummæli sem Reynir Traustason hafði í morgunútvarpi Bylgjunnar.

"Samfylkingin er eins og heilalaust kjötflykki í stjórnarsamstarfinu."

Þórbergur Torfason, 11.4.2008 kl. 22:10

2 Smámynd: Josiha

Hey! Ég segi líka alltaf "skrokkinn". Gummi er alltaf að leiðrétta mig. Suss! Mér finnst það bara meika fullkomlega sens að segja skrokkinn. Skrokkur = líkami. Stundum kemur annað hljóð í mann - maður skiptir um skoðun. Mér finnst þetta með strokkinn bara bull

Josiha, 11.4.2008 kl. 22:50

3 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Líklega áttu framtíðina fyrir þér í fréttamennskunni Jóhanna. kv.

Helga R. Einarsdóttir, 11.4.2008 kl. 23:24

4 Smámynd: Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu...

Hey! Uss Jóhanna...þú varst greinilega ekki uppi á þeim tíma þegar annað hljóð kom í strokkinn.... ekki ég heldur.

Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu..., 12.4.2008 kl. 00:33

5 identicon

Er rangt að segja skrokkinn? Ég hef alltaf sagt það!

Ása Ninna Katrínardóttir (IP-tala skráð) 12.4.2008 kl. 13:36

6 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

OMG! Það er til nokkurs að berjast - "þegar öllu er á botninn (eða er það pottinn?) hvolft" eruð það þið sem erfið landið

Helga R. Einarsdóttir, 12.4.2008 kl. 22:28

7 identicon

Ég held að stelpurnar séu heyrnarbrenglaðar!

mýrarljósið (IP-tala skráð) 13.4.2008 kl. 14:12

8 identicon

"Botninn",  og svo er ýmislegt í pottinn búið eins og við vitum.

Fórstu ekki að hlæja þegar þú leist út í morgunn? 

mýrarljósið (IP-tala skráð) 13.4.2008 kl. 14:20

9 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Nei ljósið mitt, eiginlega ekki. En hugsaði þó með mér að bráðnun væri skammt undan. Nú er ég hins vegar gráti nær, það hleður niður og engin von um annað - fyrr en á þriðjudag þó. kv.

Helga R. Einarsdóttir, 13.4.2008 kl. 14:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hér slettir Helga skyrinu...

Höfundur

Helga R. Einarsdóttir
Helga R. Einarsdóttir
Netfang: hresk@mi.is

Færsluflokkar

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Nýjustu myndir

  • DSCF2187
  • DSCF2186
  • DSCF2180
  • DSCF2214
  • DSCF2208

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband