Ég "hendi" grjóti hér inn

Eins og það er nú líka ljótt. Í mínum uppvexti var reyndar fátt verra en að kasta grjóti, enda varla von á öðru þar sem ég var að nokkru leyti alin upp í gróðurhúsi.

En hér DSCF8144birtist GRJÓTIÐ mitt. Ég veit vel að ég hefði getað verið frumlegri, en þetta grjót er búið að veltast hér um húsið í mörg ár án þess að finna sér tilgang. Rétt að nota það og sjá svo hvað þið hafið fram að færa. Fyrir kvöld þess 19 eigið þið að skila mynd hér inn eða senda mér í pósti. Öllum velkomið að vera með, dómari segir svo sitt álit og verðlaunin eru að velja næsta þema. Svo einfalt er það nú. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Vá þetta er nú fallegt. Allt grjótið hennar mömmu úr Langagerði er nú farið. vinkona mín fékk nú dálítið. vildi að ég hefði nú einhverntíman myndað það. Gott að vera vitur eftir á.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 11.4.2008 kl. 10:48

2 identicon

Ég hef nú alltaf verið veik fyrir grjóti.

Olga (IP-tala skráð) 11.4.2008 kl. 11:31

3 Smámynd: Rannveig Bjarnfinnsdóttir

Hæ hæ.  Hér kemur mitt framlag í keppninni.  Afar frumlegt ég veit

Kv. R

Rannveig Bjarnfinnsdóttir, 12.4.2008 kl. 12:41

4 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Góð Rannveig, lætur ekki bíða eftir þér. Ég sé hvar þú hefur komið, ég var þar líka - margoft. Góða helgi.

Helga R. Einarsdóttir, 12.4.2008 kl. 22:29

5 identicon

Ég var að hugsa, eru steinar og grjót það sama?

mýrarljósið (IP-tala skráð) 13.4.2008 kl. 15:07

6 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Já ljósið, það er alveg það sama, meira að sgja "steinsteypa" getur verið grjót. Það kom ein fyrirspurn um "Stein" sem er mannsnafn og mér hefði fundist það allt í lagi líka, var meira að segja farin að pæla hvernig ég gæti misnotað nágrannann í keppninni. En á mynd er voðalega erfitt að sjá að manneskjan heiti Steinn, svona fyrir ókunnuga. kv.

Helga R. Einarsdóttir, 13.4.2008 kl. 15:52

7 identicon

Takk fyrir.

mýrarljósið (IP-tala skráð) 13.4.2008 kl. 19:41

8 Smámynd: Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu...

Hendi þessu grjóti hér, úr fjörunni...steinsteypa:

apríl 08 108

Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu..., 14.4.2008 kl. 11:55

9 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Fyrir Mýrarljósið:

Helga R. Einarsdóttir, 19.4.2008 kl. 01:15

10 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Þessi steinn frá Mýrarljósinu heitir " Arðskjálftasteinn", hvað sem það nú þýðir?

Helga R. Einarsdóttir, 19.4.2008 kl. 10:37

11 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Fyrir Kristínu Gunnars:

Helga R. Einarsdóttir, 19.4.2008 kl. 20:47

12 identicon

"Jarðskjálftasteinn", það er saga á bak við þennan stein.

Tók hann á leið innan frá  Emstrum 17. júní 2000 og það var eins og við manninn mælt, sá stóri kom nokkrum mínútum síðar.  Steininum var ætlaður staður í garðinum mínum og þar hefur hann verið til friðs síðan.

Mýrarljósið (IP-tala skráð) 19.4.2008 kl. 22:13

13 Smámynd: Rannveig Bjarnfinnsdóttir

Langaði að henda inn annarri mynd af grjóti.  Er það nokkuð bannað?  Þetta grjót er frá Snæfellsnesi í fyrra sumar.  Hér er það baðað íslensku Flóavatni sem kemur frá Hurðarbaki

Rannveig Bjarnfinnsdóttir, 20.4.2008 kl. 19:56

14 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

ÞÚ komst svo seint inn Rannveig að þér er velkomið að mæta með "dúett" í þetta sinn.

Dómarinn er líka örugglega einhversstaðar í útlöndum, hann hefur ekki sýnt sig enn.

Helga R. Einarsdóttir, 20.4.2008 kl. 20:09

15 Smámynd: Rannveig Bjarnfinnsdóttir

Ó ég hélt að skiladagurinn væri næsta sunnudag, þ.e. 27.apríl.  Veit ekki hvar í ósköpunum ég hef þá dagsetningu

Rannveig Bjarnfinnsdóttir, 21.4.2008 kl. 08:32

16 identicon

Þetta er aldeilis fínt úrval af grjóti.  Ég bjóst að vísu við meiri hugmyndaauðgi þegar kæmi að útfærslu hafandi það í huga að keppendur fengu enn meiri tíma til að ígrunda listaverkið.  Þegar öllu er á botninn hvolft standa tvær myndir uppúr,  annarsvegar tvíhyggjan í manngerða grjótinu hennar Jórunnar og hinsvegar grjótmynd Guðbjargar sem vísar í söguleg not grjótsins sem festu í  mannlegu samlífi frá steinöld, en er nú í þann veginn að rakna upp eins og gamall spotti í efnishyggju nútímans.  Þegar litið er á heildina er sigurvegarinn Guðbjörg.

Dómarinn (IP-tala skráð) 22.4.2008 kl. 21:29

17 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Jæja - svona fór það. Ég held að við ættum að "leggja upp laupana" í bili og leyfa Guðbjörgu að hugsa lengi hvað hún vill að við gerum næst. Við höfum svo margt annað um að hugsa á næstunni, alla vega vona ég það, við erum ekki lengur undir snjóafargi.

Til hamingju Guðbjörg, hvað segir þú um að næsti skiladagur verði 23. sept? Þú lætur vita með einhverjum fyrirvara hvað við eigum að gera. kv. 

Helga R. Einarsdóttir, 22.4.2008 kl. 22:15

18 identicon

Til lukku, þetta er flottasta myndin, sammála dómaranum.  2.okt er líka góður skiladagur.

mýrarljósið (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 12:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hér slettir Helga skyrinu...

Höfundur

Helga R. Einarsdóttir
Helga R. Einarsdóttir
Netfang: hresk@mi.is

Færsluflokkar

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Nýjustu myndir

  • DSCF2187
  • DSCF2186
  • DSCF2180
  • DSCF2214
  • DSCF2208

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband