Ég vaknaði með jákvæðu hugarfari

Og hélt því áfram í allan dag. Og þvílíkur munur frá vetrarkvíðakastinu í gær.

Vitiði annars hvað "vetrarkvíði" er? Varla von, það þarf fjöldamörg ár og ómælda forvitni til að komast að því. Vetrarkvíði er nefnilega, ásamt öðru, "köngulóarvefur í háu grasi á hausti, glitrandi undir sólu".   Og boðar harðan vetur í þokkabót.

Örugglega hefði svoleiðis vef verið víða að sjá á síðasta hausti, ef einhverntíman hefði stytt upp og séð til sólar. 

En það er ekkert jákvætt að minnast þeirra leiðinda haustveðra.

Ég fór gangandi í skólann, ójárnuð. Það er óratími síðan ég gerði það. Þegar hálkan er verst fer ég á bíl til að detta síður á hausinn. Auðvitað er alveg hægt að detta á bílastæðinu eða skólalóðinni, þar sem skriðjökullinn liggur enn yfir. En þar er ég þó örugglega tryggð sem starfsmaður bæjarins? Aum eldhústrygging húsmóður sem brýtur sig á svelli á Víðivöllum bætir varla nema brotabrot af þessháttar tjóni.

Í morgun var svolítill grámi yfir öllu, en engin hálka. Og hitamælirinn sýndi ekki frost, sem er alger nýlunda. Ég var sjö mínútur að skokka í skólann kát og glöð.

Við byrjuðum í ensku, en svo fórum við í sund, það er besti tíminn á mánudögum.  Krakkarnir tóku próf í köfun, ég þurfti þess ekki, kennarinn veit að ég get kafað, eiginlega eftir endilangri lauginni. 

Sólin var komin upp þegar við fórum aftur útí skóla - bara peysuveður.

Ég man ekki eftir því síðan í haust, en þá varð reyndar að vera í regnúlpu yfir peysunni. 

Ég labbaði í bankann í hádeginu og borgaði glás af peningum, brosandi og fannst bara allt í lagi með það. Kreppuvæl og vaxtaokur getur ekki unnið á mér, "ég hef nú lifað tímana tvenna"! 

Svo leið nú bara dagurinn eins og allir dagar og ég labbaði aftur heim.

Á leiðinni leit ég í kringum mig með sama jákvæða hugarfarinu og ég lagði af stað með að heiman í morgun - og viti menn! Af eintómri jákvæðni sá  ég tvo vorboða, alveg pottþétt, þetta sér maður bara þegar allt er að færast til betri vegar. Krókusar í beðinu fyrir framan húsið og konu sem skokkaði í hringi útá róló. Að vísu var hún í úlpu með húfu og vettlinga, en hvað með það, kannski ætlaði hún að vera úti fram á kvöld? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu...

Þetta er allt að koma, ég þvoði bílinn í 1. sinn á þessu ári í dag ...+7°

Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu..., 31.3.2008 kl. 23:59

2 identicon

Ég veit vel hvað vetrarkvíði er og hef lengi vitað.

mýrarljósið (IP-tala skráð) 1.4.2008 kl. 12:35

3 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Æjjji - ljósið mitt - ég gleymdi þér smá, og meinti þetta auðvitað til krakkanna. kv.

Helga R. Einarsdóttir, 1.4.2008 kl. 21:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hér slettir Helga skyrinu...

Höfundur

Helga R. Einarsdóttir
Helga R. Einarsdóttir
Netfang: hresk@mi.is

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • DSCF2187
  • DSCF2186
  • DSCF2180
  • DSCF2214
  • DSCF2208

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 197261

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband