20.3.2008 | 19:31
Verðhækkanir
Skoo - ég var að hugsa: Í kvöldfréttum var talað við einhverja stúlku sem endaði sitt mál á því að biðja heild og smásala að fara rólega í verðhækkanir? Í gær var svo sagt frá því að mikið væri að gera í raftækja og húsgagnaverslunum við að breyta verði á vörum í búðunum?
Það hefur eitthvað skolast til í hausnum á mér, eða vinnulag í búðum tekið verulegum "framförum" síðan ég var í þeim bransa.
Þá komu vörurnar í búðina(eða til heildsalans) og fylgdi nóta þar sem verðið kom fram. Við reiknuðum svo út álagningu, verðmerktum og settum í sölu. Eftir það var ekki hægt að breyta verðinu, og ekki heldur þó gengið félli. En næsta nóta kom þá væntanlega með nýju verði sem gilti frá því Á VÖRUNUM SEM HENNI FYLGDU.
Og vörurnar á gamla verðinu seldust auðvitað upp áður en hinar voru snertar.
Eru svona aðferðir liðin tíð?
Um bloggið
Hér slettir Helga skyrinu...
Tenglar
Barnabörnin
Dritarar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.7.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 197617
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já, svona aðferðir eru sko liðin tíð. Núna hlaupum við um alla búð til að skipta um hillumiða um leið og við fáum tilkynningu um verðbreytingar.
Ása Ninna Katrínardóttir (IP-tala skráð) 20.3.2008 kl. 20:48
Fuss
Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu..., 20.3.2008 kl. 23:03
Ég tók einmitt eftir þessum orðum stúlkunnar. Ég hugsaði bara "je right, að þeir taki e-ð mark á þessu." Er málið ekki bara að heiðarleiki er fyrirbæri sem er óðum að deyja út? Hann er allavega það verðmætur að kaupmenn hafa ekki efni á að kaupa hann.
Josiha, 21.3.2008 kl. 01:15
Já sú var tíðin Helga mín.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 22.3.2008 kl. 13:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.