Þeir lækka ekki launin sín - miklu betra að draga úr þjónustu við landsbyggðafólk

Ég var búin að heyra það áður, en las svo í blaði í dag. "Kaupþing banki", sem einu sinni var Búnaðarbanki og enginn veit hvað verður í framtíðinni, ætlar að loka útibúinu á Fúðum.

Það er auðvitað hin mesta firra að halda úti þjónustu í sveitarfélagi þar sem búið er lengst frá sjó á Íslandi öllu. Ólíklegt að þeir kotungar geri sér nokkra grein fyrir mikilvægi peningastofnana og  ægivldi þeirra sem þeim stýra. Þetta fólk getur bara grafið sínar handónýtu krónur í jörð, ef svo ólíklega vill til að það eigi þær þá einhverjar.

Það er ekki einu sinni ætlaunin að sýna sveitungunum örlitla virðingu og þjónustulund með einhverskonar neyðarúrræðum. Afgreiðslu einu sinni í viku eða eitthvað þessháttar.

Blessaðir KB mennirnir sem ekki sjá ástæðu til að lækka launin sín eru svo gjörsmalega úr tengslum við lífið í landinu, sem þeir eiga þó að þakka upphafið að öllu sínu veldi. Þeim er betur kunnugt og hafa frekar áhuga á fjármálamörkuðum í útlöndum, enda líklega oftar þar en í sveitunum á Íslandi.

En nú er staðan laus og fullt af peningastofnunum í landinu. Hrunamannahreppur er sveit í vexti, þeir sem hafa áhuga geta kynnt sér staðhætti ( og kannski laust húsnæði). Banki og póstur eiga að hafa fulla þjónustu við íbúana sveitinni, einni þeirra bestu á Íslandi. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heyr heYr Helga. Sveitin okkar á skilið aðeins það besta

kv Halla B.

Halla Baldursdóttir (IP-tala skráð) 15.3.2008 kl. 19:41

2 identicon

Er þetta ekki tónninn í annari tíkinn sem er bönnuð á þessu bloggi?

nýrarljósið (IP-tala skráð) 15.3.2008 kl. 20:20

3 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Nei ljósið mitt, þessi heitir Sveitaróman - tík.

Svo verð ég þó að viðurkenna að ég leyfi sjálfri mér aðeins meira en einhverjum bláókunnugum gæjum. kv.

Helga R. Einarsdóttir, 15.3.2008 kl. 20:46

4 identicon

skilðig! enda ömmututtubloggið frægt

mýrarljósið (IP-tala skráð) 16.3.2008 kl. 11:53

5 Smámynd: Rannveig Bjarnfinnsdóttir

Held ég  viti núna hver Mýrarljósið er...   er hún frænka mín???

Rannveig Bjarnfinnsdóttir, 16.3.2008 kl. 20:28

6 identicon

Hvernig er landafræðikunnáttan hjá bankamanninum, honum finnst stutt fyrir Flúðabúa að fara á Selfoss til að sinna bankaerindum. En hvernig er það fyrir þá sem ekki hafa bíl eða geta ekki keyrt sjálfir?Ekki sérlega stutt.                Svo bjóðast þeir til að kenna fólki á netbanka, er þetta ekki frábært?

Guðrún

Guðrún (IP-tala skráð) 16.3.2008 kl. 21:01

7 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Þú ert logandi heit Rannveig. Mér datt ekki í hug annað en þú vissir þetta fyrir löngu. Þorðirðu að nefna nafn?

Og Guðrún, gaman væri að vita frekari deili á þér, en skiptir ekki höfuðmáli. Heldurðu ekki að þeir kaupi líka tölvur fyrir gamla fólkið?

Ég held helst að þarna sé á ferðinni alveg ótrúlegur skortur á skynsemi. Það er morgunljóst að fjöldi manns mun skipta um banka, og þeir ekki allir á nástrái. En reyndar, þeir eiga bara gamaldags og ónýtar krónur, kannski yrði hætt við að loka ef sveitungarnir skiptu þeim  krónuræflum í evrur eða jen. 

Helga R. Einarsdóttir, 16.3.2008 kl. 22:32

8 Smámynd: Rannveig Bjarnfinnsdóttir

Jaaa mér finnst Helga litla undarlega nálægt Mýrarljósinu þegar kemur að kommentum eða myndsendingum í keppnunum  

Á ég að fara að koma með nafn?  Hvað segir Mýrarljósið við því??

Rannveig Bjarnfinnsdóttir, 16.3.2008 kl. 23:12

9 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Mýrarljósið gaf sig fram hérna fyrir stuttu, svo ég held því væri nokkuð sama þó þú reyndir. kv

Helga R. Einarsdóttir, 17.3.2008 kl. 11:38

10 identicon

Þegar þú tala um Helgu litlu og mýrarljósið í "samhengi" þá ertu mjög nálægt þvi. Er það ekki alveg nóg! Þarf nokkuð að svifta HULUNNI alveg!!

Kveðja

Berglind

Berglind (IP-tala skráð) 17.3.2008 kl. 15:27

11 Smámynd: Rannveig Bjarnfinnsdóttir

Já já Helga litla og Mýrarljósið eru þá mæðgur ekki satt ;o)

Rannveig Bjarnfinnsdóttir, 17.3.2008 kl. 21:35

12 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Óóó  - já  - af einhverjum ástæðum sæki ég í þennan ættbálk - eða hann í mig.   Ég veit ekki hvernig stendur á því að svona gerist kv.

Helga R. Einarsdóttir, 17.3.2008 kl. 21:57

13 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Æ - Rannveig - ég gleymdi að segja "OG ÞAÐ ER RÉTT".

Og þar sem dóttir Helgu litlu er í yngra lagi fyrir tölvunotkun, hlýtur þetta að vera á hinn veginn - mamma hennar Elísabet! kv.

Helga R. Einarsdóttir, 17.3.2008 kl. 22:00

14 identicon

Asskolli hlýtur ykkur að líða betur núna, eins og ég var sammála Berglindi.

Sú litla talar fallega til mömmu sinnar en kemur ekki nálægt myndsendingunum frá mér frænka góð.

Hvur veit nema sú allra minnsta fari að láta til sín taka.

mýrarljósið (IP-tala skráð) 18.3.2008 kl. 17:43

15 Smámynd: Skúli Freyr Br.

Kannski að þeir ætli að leggja smá hlykk á brautarteinana milli Keflavíkur og Reykjavíkur, þannig að hún komi við á Flúðum og kippi mönnum með í bankann!

Skúli Freyr Br., 18.3.2008 kl. 20:33

16 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Gaman að geta hjálpað ættingjum að hafa samband sín á milli.

Og Skúli, "ekki svo galin hugmynd", segir sjálfsagt einhver fjármálaspekingurinn sem hefur ekki hugmynd um hvernig landið liggur. kv. 

Helga R. Einarsdóttir, 18.3.2008 kl. 22:00

17 Smámynd: Josiha

TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ, ELSKU TENGDAMÓÐIR!!!

Josiha, 19.3.2008 kl. 14:14

18 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Takk Jóhanna - það er til kaka! kv.

Helga R. Einarsdóttir, 19.3.2008 kl. 16:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hér slettir Helga skyrinu...

Höfundur

Helga R. Einarsdóttir
Helga R. Einarsdóttir
Netfang: hresk@mi.is

Færsluflokkar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • DSCF2187
  • DSCF2186
  • DSCF2180
  • DSCF2214
  • DSCF2208

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.7.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 197617

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband