13.3.2008 | 21:56
Sumarið kemur
Ég sannfærðist í dag, þessi vetur tekur enda eins og allir hinir sem áður komu hér við.
Það er orðið bjart þegar ég fer í vinnuna og í morgun var sólin farin að kasta rauðum lit á himininn yfir hesthúsunum. Það er komin páskafiðringur í krakkana og ég væri ekki hreinskilin ef ég reyndi að halda því fram að við fullorðnu séum eitthvað betri. Auðvitað er fríið jafn langþráð hjá okkur öllum.
Sumir fara til útlanda, Englands, Kanarí eða Danmerkur og jafnvel einhverjir langt út í heiminn til Panama. Það er á milli Norður og Suður Ameríku, við lærðum það í samfélagsfræðinni og það var próf í gær. Hvar eru skilin á milli norður og suður Ameríku? Það vissum við örugglega flest.
Enn aðrir fara í bústaði innanlands, eða í fermingarveislu, kannski tvær. Einhverjir fara í gönguferð í Hvalfirðinum eða í heimsókn til ættingja í Borgarfirðinum. Sumir fara svo ekki neitt, rísla sér bara heima við og búa sig undir vorið. En við fáum ekki fríið okkar fyrr en á morgun, bara þingmenn fóru í frí í dag.( Mér finnst það nú annars alveg forkastanlegt, þetta fólk tollir ekkert í vinnunni)
Það er eins gott að vorið haldi áfram að nálgast okkur svo litlu blómin sem eru farin að gægjast upp úr snjónum fái að halda áfram að vaxa, og nái að blómstra- helst í maí. Ég fann í dag lítinn fjóluknúpp, sem hafði potað sér upp úr snjónum og gerði sig líklegan til að springa út. Kannski er fullt að óútsprungnum blómum undir öllum snjónum? Það bara kemur í ljós. Svo var sólsetrið í kvöld alveg jafn fallegt eins og upprásin í morgun - flottur rauður bjarmi yfir Víðivöllunum.
Um bloggið
Hér slettir Helga skyrinu...
Tenglar
Barnabörnin
Dritarar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.7.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 197617
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Glæsilegar myndir!
Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu..., 14.3.2008 kl. 00:05
Upplífgandi og skemmtileg frásögn hjá þér, Helga (eins og venjulega). Öfugt við marga af farfuglunum sem þú nefnir ætla ég frá Danmörku til Íslands í páskafríinu og þess vegna er ekki slæmt að heyra þessa lýsingu hjá þér.
Skúli Freyr Br., 14.3.2008 kl. 04:16
Ég var að horfa á sama ský út um eldhúsgluggann í Sandvík. Rosa fallegur himininn.
Josiha, 14.3.2008 kl. 12:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.