Þema vikunnar - ANDSTÆÐUR

Nú getið þið farið að hugsa í ANDSTÆÐUM, þema vikunnar að þessu sinni. Skilið myndunum inn fyrir sunnudagskvöld. Svo held ég nú að sé að verða nóg í bili, við getum ekki haldið þessu endalaust áfram, finnst ykkur það?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jújújú!!! Þetta er svooo gaman!!

Ása Ninna Katrínardóttir (IP-tala skráð) 12.3.2008 kl. 15:19

2 Smámynd: Josiha

Jú, mér finnst að þetta eigi að vera endalaust!  

Josiha, 12.3.2008 kl. 16:35

3 Smámynd: Skúli Freyr Br.

Loksins þegar mér datt í hug að taka þátt þá leggurðu til að hætta leiknum!!! Ég ætla að bæta mér á þann lista sem skorar á þig að halda áfram. Býst fastlega við að senda inn mynd í þessari viku.

Skúli Freyr Br., 12.3.2008 kl. 18:35

4 Smámynd: Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu...

Vér mótmælum allir  ... spurning um páskafrí eftir andstæðurnar.

Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu..., 12.3.2008 kl. 22:39

5 Smámynd: Rannveig Bjarnfinnsdóttir

Spurning um að hafa næsta þema "páskar"  

En eru einhverjar reglur varðandi myndirnar sem mega vera með?

Rannveig Bjarnfinnsdóttir, 12.3.2008 kl. 23:11

6 Smámynd: Rannveig Bjarnfinnsdóttir

Fyrir utan að vera teknar eftir að hvert viðfangsefni er valið???

Rannveig Bjarnfinnsdóttir, 12.3.2008 kl. 23:18

7 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Ekki hryllings eða klám Rannveig. Þú verður að taka hana sjálf og hún verður að hafa þema vikunnar að leiðarljósi. Láttu nú ljós þitt skína. Og sá sem vinnur í vikunni velur næsta þema. Þú verður að vinna til að velja "páska". Gangi þér vel. kv.

Helga R. Einarsdóttir, 13.3.2008 kl. 07:55

8 Smámynd: Rannveig Bjarnfinnsdóttir

Jæja hér kemur fyrsta myndin í keppninni að þessu sinni.   

Rannveig Bjarnfinnsdóttir, 13.3.2008 kl. 09:36

9 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Þarna er veturinn að láta í minni pokann fyrir sumrinu og þá koma í ljós þessir löngu dauðu og viðardrumbar, en í þeim hefur kviknað nýtt líf. Skærgulir sveppir vaxa þar útúr fúnandi sprekinu. - Andstæðurnar eru - vetur og sumar og lífið og dauðinn.

Helga R. Einarsdóttir, 13.3.2008 kl. 19:47

10 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Fyrir Helgu litlu:

Helga R. Einarsdóttir, 15.3.2008 kl. 17:43

11 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Mýrarljósið:

Helga R. Einarsdóttir, 16.3.2008 kl. 19:44

12 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Uss  - ! léleg vika. En því meiri möguleikar fyrir okkur sem þó skiluðum.

Dómari - hvernig líst þér á? Það gæti verið páskaegg í verðlaun! kv. 

Helga R. Einarsdóttir, 17.3.2008 kl. 09:53

13 identicon

Það eru tvær myndir sem tekst sérlega vel að myndbirta orðið "andstæður".  Og í báðum er viðfangsefnið heitt og kalt.  Myndbygging er góð í báðum, sérstaklega í mynd mýrarljóssins en dómarinn óttast að ef mýrarljósið yrði verðlaunað í tvígang myndi höfuð þess springa úr monti. Helga litla fær prik fyrir dagstimpilinn, sönnun þess að mynd hennar sé tekin í réttri viku.  Og Rannveig fær prik fyrir að henda kettinum út í óveðrið.  En sigurvegari vikunnar er Helga R. Einarsdóttir fyrir mynd sem lýsir svo vel togstreitu lífs og kulda, þar sem lífið nær loks yfirhöndinni.  Ég hlakka til þess að fá páskaegg í verðlaun, enda þau fágætt sælgæti hér ytra.

kveðja,

Dómarinn. 

Dómarinn (IP-tala skráð) 17.3.2008 kl. 20:37

14 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Takk dómari - þar kom að því að þú sást ljósið.

En, því miður, eða sem betur fer, ég ætlaði þér ekki verðlaunaeggið, heldur þeim sem sigraði í keppninni. Það er líka eins gott að svona fór, nú kaupi ég bara egg handa sjálfri mér, en það hefði orðið erfitt að koma því til þín.

Kæru keppendur og áhugamenn -  nú er það mitt að velja þema.

Og þar sem ég Á þessa keppni (kool), hef ég ákveðið að hægja á, fækka skiladögum niður í einn í mánuði. 

Kannski ekki alltaf sama mánaðardag, þarf að skoða það aðeins betur.  Alla vega, ég hugsa í nokkra daga og svo læt ég vita um framhaldið og næsta þema.

Og ég ætla að hafa páskaeggið nr.5!

Helga R. Einarsdóttir, 17.3.2008 kl. 21:05

15 Smámynd: Josiha

Til hamingju með sigurinn. Líst vel á að lengja skilafrestinn.

Ég veit vel hver þessi dómari er. Bíð alltaf eftir að hann byrji að blogga sjálfur. En fyrr um "Guð" líklega fara að blogga

Josiha, 17.3.2008 kl. 21:41

16 Smámynd: Rannveig Bjarnfinnsdóttir

Glæsilegt Helga! Enda flott mynd þarna á ferð. Já og ég hlakka til að vita næsta viðfangsefni.

Kveðja

Rannveig Bjarnfinnsdóttir, 17.3.2008 kl. 23:46

17 identicon

Ég vissi að þú myndir vinna. flott mynd og túlkun. Ég klikkaði í etta sinn   Verð með næst.  Núna er nú barasta hlýrra heima. Hér er búið að vera næturfrost og kalt. Svona getur þetta verið. 

                                                                                                              Kveðja heim frá Óðinsvéum

Kristín G. (IP-tala skráð) 18.3.2008 kl. 12:08

18 identicon

Til hamingju mín kæra

Ég er nú samt smá montin án þess þó að hausinn springi, munar fyrsta sætinu.

Þáttakan var léleg en myndirnar báru af sem tóku þátt.

Sammála öllu sem þú segir (eða næstum því).

mýrarljósið (IP-tala skráð) 18.3.2008 kl. 14:53

19 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Finnst þér þá eggið of stórt?

Helga R. Einarsdóttir, 18.3.2008 kl. 22:02

20 identicon

Svona almennt. Ég myndi kaupa egg no. 6!!!

Hún á trallalala........... til hamingju!

Annars átta ég mig ekki á því hvernig einn mánuður er "færri dagar" en ein ein vika en þú hefur örugglega skýringu á því.

mýrarljósið (IP-tala skráð) 19.3.2008 kl. 13:05

21 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Ég vissi það! Svona undir niðri án þess að kunna skýringuna.

Innflytjendur frá Eyjum hafa auðvitað allt annað "tímatal" en innfæddir, og þess vegna eru þeir svona sjálfum sér líkir!

Takk fyrir sönginn. kv. 

Helga R. Einarsdóttir, 19.3.2008 kl. 13:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hér slettir Helga skyrinu...

Höfundur

Helga R. Einarsdóttir
Helga R. Einarsdóttir
Netfang: hresk@mi.is

Færsluflokkar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • DSCF2187
  • DSCF2186
  • DSCF2180
  • DSCF2214
  • DSCF2208

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.7.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 197617

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband