Minkaveiðar

Ég lék mér aldrei með Barbí, Það var ekki búið að finna hana upp þegar ég var barn.  Eignlega man ég ekki eftir að ég léki mér með neitt dót. Auðvitað átti ég eitthvað smávegis af dúkkum og litabókum en var heldu lítið gefin fyrir slíkt.

Ég vildi vera úti, og það sem ég man best eru sumarkvöld á minkaveiðum. Við krakkarnir á nágrannabæjunum voru iðin við að fara í gönguferðir upp með á, og jafnvel vaðandi í ánni og þá fylgdi okkur alltaf hundur. Hann Snati sem var svo einstaklega næmur á lyktina af minknum. Aldrei vorum við vopnuð í þessum ferðum en Snati fann minkinn, elti hann uppi og beit og hristi svo við áttum auðvelt með eftirleikinn. Tókum í skottið og slógum kvikindinu við stein svo það dauðrotaðist.  Við fórum svo heim með fenginn og skottið var tekið af áður en dýrið var jarðsungið með viðhöfn. Við fengum peninga fyrir skottin og það bara nokkuð góðar upphæðir stundum. Að vísu þurftum við að labba dagleið til hreppstjórans eftir þessum aurum, en töldum það ekki eftir okkur.

Einu sinni vorum við tvær stelpur með Snata á gönguferð og hann fann minkabæli í moldarbarði. Hann byrjaði að grafa og var nokkuð lengi að, en þar kom ekki út neinn minkur. Eftir dágóða stund fórum við að sjá árangur af erfiði hans og upp kom hrúga af stráum og öðru rusli. Við skoðuðum þetta nánar og fundum þar átta unga  dauða, greinilega nýgotna,pínulitla, hárlausa og frekar ógeðslega. Mamman hafði greinilega verið drepin frá þeim. Greip nú um sig mikil gróða fíkn. Átta skott, þó stutt væru, gætu orðið okkur góður peningur.  En ekki langaði okkur að fara heim með hræin, svo við fórum að svipast um efir einhverju áhaldi til að ná skottunum af. Á endanum fundum við brot af gömlum girðingarstaur og reyndum að merja stubbana af með því, en þessi litlu kvikindi voru orðin svo langlegin og morkin að það gekk ekki upp. Við fórum heim skottlausar og enn í dag verður mér hugsað með söknuði til þessara töpuðu auðæfa. Við vorum ekki nema 10 - 12 ára og á þeim aldri munar um hverja krónu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Josiha

Ég lék mér með Barbie og á þær allar enn. Hugsaði vel um dúkkurnar mínar því að ég borgaði fyrir þær allar sjálf með "lambapeningunum" mínum. Þá peninga fékk maður á haustin þegar lömb rollunnar (kindin mín hét Flekka) fóru í sláturhúsið :-)

Ég prófaði einu sinni að leika mér með legg og skel en fannst það ekkert stuð. Hélt áfram í Barbie. Stundum lék ég mér þó í Turtles með Gumma og Jóa, hehe :-)

Josiha, 16.10.2006 kl. 23:48

2 Smámynd: Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu...

Það var nú bara hún Dísa mín sm ég dröslaðist með útum allt,ég átti fleiri dúkkur sem Gunna Páls.heitin skírði með viðhöfn í eldhúsinu í Rauðholti 11.Man að Gummi greyjið var He-man sjúklingur.

Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu..., 17.10.2006 kl. 16:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hér slettir Helga skyrinu...

Höfundur

Helga R. Einarsdóttir
Helga R. Einarsdóttir
Netfang: hresk@mi.is

Færsluflokkar

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • DSCF2187
  • DSCF2186
  • DSCF2180
  • DSCF2214
  • DSCF2208

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.8.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband