Karlmannslaus í kulda og trekki!

Ég veit vel að þetta er ekki rétt, en svona er nú ástandið hér núna. Það er kuldi og trekkur úti og ég er ein heima af því að söngæfingarnar eru byrjaðar. Mér finnst það nú út af fyrir sig allt í lagi, ágætt að vera heima og horfa á Sörvævorið í rólegheitum. En það er heldur kuldalegt úti, ég fór áðan á bakvið hús og ætlaði að senda hlýjar kveðjur með tunglinu  til Guatemala, en þar var þá ekkert tungl. Þar í landi er nefnilega lítil stúlka sem leiðist stundum og þá hef ég sagt henni að horfa á tunglið og þá megi hún vera viss um að það færi henni góða strauma að heiman. Heimurinn er svo ósköp lítill að okkur dugir öllum þetta eina tungl.

Nú eru allar horfur á að ég fari í skólaferðalag í vor - til útlanda. Það sem mér finnst skemmtilegast við ferðaundirbúning af því tagi er þegar kemur að því að velja sér herbergisfélaga. Hvað getum við verið margar saman og hvernig verður svo samkomulagið? Þetta er afskaplega spennandi og sambúðin í svona ferðum er, þegar vel tekst til, svolítið lík því sem var á heimavistinni í skólunum í gamladaga. Ég var í þremur ólíkum heimavistarskólum og það fannst mér gaman. Í þann fjórða þurfti ég að ganga, að heiman og heim daglega,en það kom fyrir á aftakaveðrum og stórflóðum að ég fékk að gista þar líka.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu...

Já,það getur verið erfitt að senda hlýjar kveðjur til Guatemala í þessum kulda.

Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu..., 16.10.2006 kl. 23:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hér slettir Helga skyrinu...

Höfundur

Helga R. Einarsdóttir
Helga R. Einarsdóttir
Netfang: hresk@mi.is

Færsluflokkar

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • DSCF2187
  • DSCF2186
  • DSCF2180
  • DSCF2214
  • DSCF2208

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.8.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband