4.3.2008 | 19:33
Ljósmyndamaraþon - þema vikunnar
Ég veit ekki hvernig ég á að bjarga mér, og vinna í þetta sinn. Mýrarljósið hefur valið þema sem getur orðið snúið fyrir einhver okkar. Ég vona þó að allir viti hvað orðið ÁFERÐ þýðir?
Samt gæti einhverjum dottið í hug að snúa útúr og kannski segja að þarna væru á ferðinni tvö orð sem óvart hefðu orðið að einu "á ferð". Eða kannski að verið sé að tala um að "fara á eitthvað", það gæti verið áferð?
Það er misjafnt hver orðaforði manna er eins og ég komst að í dag þegar ég var spurð í matreiðslu hvor hliðin væri "sú grófa" á rifjárninu.
Þema vikunnar er sem sagt ÁFERÐ og þið leggið myndirnar inn hér fyrir sunnudagskvöld.
Þeir sem það vilja geta líka sent mér þær í pósti og við "josiha" hjálpumst að við að koma þeim inn.
Nú er bara að byrja að hugsa í áferðum, eins og í síðustu viku var hugsað beint upp.
Gangi ykkur vel og góða skemmtun.
Um bloggið
Hér slettir Helga skyrinu...
Tenglar
Barnabörnin
Dritarar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.7.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 197617
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
ÁFERÐ er ekki "á ferð" svo það valdi ekki miskkilningi!!!!!!!
Þarf þetta einhverrar útskýringar við?
mýrarljósið (IP-tala skráð) 4.3.2008 kl. 19:44
Ó nei- ekki held ég það.
Ég var bara að reyna að snúa útúr- kannski afbrýðisöm og öfundsjúk útí þig. kv.
Helga R. Einarsdóttir, 4.3.2008 kl. 19:47
Hmm.... UPP í síðustu viku. ÁFERÐ í þessari. Mjög frumlegt.
Dómarinn.
Dómarinn (IP-tala skráð) 4.3.2008 kl. 20:41
Hver er þessi dómari?
Þetta er mjög frumlegt og alveg að óathuguðu máli.
Guð hjálpi okkur í næst þema.
mýrarljósið (IP-tala skráð) 4.3.2008 kl. 21:12
hmmmm, næsta þema....Fullnægja,, eða hvað??
Helga litla.. (IP-tala skráð) 4.3.2008 kl. 21:49
Ussussuss lilla! Farðu að hugsa um áferðina.
Eitthvað með mjúkri áferð eða áferðarfallegra en hugsunarháttin hjá þér núna.
Helga R. Einarsdóttir, 4.3.2008 kl. 21:56
Ég er búin að finna mína áferð - en segi ykkur auðvitað ekkert frá því. kv.
Helga R. Einarsdóttir, 4.3.2008 kl. 21:58
HAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHA

Gaman að lesa dónatal á blogginu hjá tengdamóður minni
Josiha, 5.3.2008 kl. 00:13
Mýrarljósið:
Helga R. Einarsdóttir, 5.3.2008 kl. 23:09
Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu..., 6.3.2008 kl. 13:47
Sæll vertu Ólafur og eins gott að þú spurðir. Ýmislegt er nú liðið hér, en tvær tíkur eru þó ekki velkomnar, það eru þær Erótík og Pólitík.
Báðar eru sakleysislegar svona við fyrstu skoðun en geta ummyndast í hinar verstu tíkur. Væntanlega þekkir þú orðið tík á útlensku og veist að það er síður en svo notað í fallegri merkingu.
Ég veit að krakkarnir voru komnir á svolítið hálan ís hér í þessum kommentum, en ég hastaði á þau og það dugði eins og oftast áður.
Þú mátt alveg líta við hjá okkur af og til, en þú skalt nota þína eigin síðu fyrir Erótíkina. kv.
Helga R. Einarsdóttir, 6.3.2008 kl. 18:02
Mín mynd:
Það er mjúk og glansandi ÁFERÐ á gólfinu í íþróttahúsinu. Úbbs! var þjófstart?
Helga R. Einarsdóttir, 6.3.2008 kl. 19:53
Vá en flottar myndir. Vissi aldrei hvernig hitt fór er of lítið á blogginu þessa dagana. Ætla að kíkja á fyrri færslur hjá þér.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 6.3.2008 kl. 22:18
Getur þetta kallast áferð ?
Halldór Sigurðsson, 6.3.2008 kl. 23:20
Alla vega er þetta mjög áferðarfalleg mynd Halldór.
Vonandi fáum við með vorinu að rifja upp hvernig áferð er á grænu grasi - það virðist núna eitthvað svo fjarlægt.
Ég held að það sé málið, áferðin á grasinu - allt hitt er svo bara bónus.
Velkominn til leiks Halldór.kv.
Helga R. Einarsdóttir, 7.3.2008 kl. 15:00
Mér finnst nú hæpið að myndin hans Halldórs sé tekin í vikunni, en útiloka þó ekkert...
GK, 7.3.2008 kl. 16:57
Ég sendi þessa til að vera með. Það eru komnar svo fínar myndir. Ég myndi segja að vatnið og físarnar hafi áferð.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 7.3.2008 kl. 19:31
Iss ! það er allt í lagi með hann Halldór. Bara gott að minna okkur á að það kemur einhverntíman vor. Ég veit heldur ekkert hvar hann er staddur í heiminum, kannski eru gæsirnar farnar að unga út þar sem hann er - hver veit?
Helga R. Einarsdóttir, 7.3.2008 kl. 23:08
Hver er "mýrarljósið"?
Og hver er "dómarinn"?
Ég er mjög forvitin sko
Rannveig Bjarnfinnsdóttir, 8.3.2008 kl. 16:47
Annars er þetta mjög skemmtileg keppni. Er ekkert mál að vera með?
Rannveig Bjarnfinnsdóttir, 8.3.2008 kl. 16:48
Hæ Rannveig! Svona er að vera á flandri í útlöndum þegar allt er að gerast hér heima. Velkomin heim. Þessum spurningum get ég ekki svarað - ekki öllum. Það er ekkert mál að vera með. "Mýrarljósið" er dulnefni á manneskju sem fyrir langa löngu byggði sér hús í mýri og þú getur reynt að senda mér tölvupóst með "gettu betur" sniði. Sjáum hvað þér gengur. Vísbending: "Ljósið" er ættað úr austanverðum Flóa.
Dómarinn er alvöru, en gefur ekki upp nafn. kv.
Helga R. Einarsdóttir, 8.3.2008 kl. 18:51
Hæ Rannveig! Svona er að vera á flandri í útlöndum þegar allt er að gerast hér heima. Velkomin heim. Þessum spurningum get ég ekki svarað - ekki öllum. Það er ekkert mál að vera með. "Mýrarljósið" er dulnefni á manneskju sem fyrir langa löngu byggði sér hús í mýri og þú getur reynt að senda mér tölvupóst með "gettu betur" sniði. Sjáum hvað þér gengur. Vísbending: Ljósið er ættað úr austanverðum Flóa.
Dómarinn er alvöru, en gefur ekki upp nafn. kv.
Helga R. Einarsdóttir, 8.3.2008 kl. 18:54
Helga litla:
Það var kuldalega áferð á birkikvistinum í vikunni.
Helga R. Einarsdóttir, 8.3.2008 kl. 20:52
Held að pósthólfið þitt sé fullt. Allavega reyndi ég að senda þér tvo pósta í gær sem ég fékk svon senda til baka...
Josiha, 9.3.2008 kl. 12:27
Ég segi nú bara "mýrarljós", það hljómar ósköp sakleysislega og orðið er fallegt,hvað svo sem er á bak við það.
Elísabet (IP-tala skráð) 9.3.2008 kl. 14:36
Hvernig setjiði myndirnar hér inn?
Rannveig Bjarnfinnsdóttir, 9.3.2008 kl. 15:58
Rannveig: Byrjaðu á því að finna mynd sem þú hefur tekið og sett á veraldarvefinn, t.d. á síðunni þinni opnaðu hana og copy, farðu svo hingað og paste-aðu henni í athugasemd.
Hún þarf að vera tekin innan tímarammans, þ.e. frá því þema vikunnar var póstað.
Hlakka til að sjá frá þér
Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu..., 9.3.2008 kl. 16:52
Fyrir Kristínu Gunnars. Hún býr í Danmörku og er ekki að plata:
Helga R. Einarsdóttir, 10.3.2008 kl. 00:16
AH! Missti af "áferðar"keppninni. Verður ekki önnur svona keppni. Mig langar að vera með ;o) Ég þarf alltaf að taka þátt í öllum svona leikjum hehe.
Rannveig Bjarnfinnsdóttir, 10.3.2008 kl. 08:40
Áferðarvikan er búin. Heldur "klén" þátttaka í þetta sinn, en væntanlega þá auðveldara fyrir dómarann?
Hvað segir hann í þetta sinn? kv.
Helga R. Einarsdóttir, 10.3.2008 kl. 12:53
Jahemm. Erfitt viðfangsefni áferð.
Eins og Súgur kvað á miðjum áttunda áratug síðustu aldar.
Ég þarfnast þessara orða
Eins og áferð
ég finn línurnar skjótast inn í mig
og út jafnfljótt
finnuru kaffiilminn?
Hann heltekur þig
eins og þráhyggja sem þú getur aldrei sleppt
Þú vilt ekki sleppa
Ég vil ekki sleppa!
Vil bara halda fast
í ekkert
í tómið
En semsagt, Kristín Gunnarsdóttir í Danmörku sigrar í þetta skipti. Áferð þar sem línurnar skjótast inn og út jafnfljótt í formi íðilgrænna smárablaða.
kveðja,
Dómarinn.
DÓMARINN (IP-tala skráð) 10.3.2008 kl. 21:57
Til hamingju Kristín - ertu kannski sofnuð? Ég man aldrei stundinni lengur hver er á undan eða eftir í þessu tímarugli.
Nú er það þitt að velja okkur þema vikunnar, og vonandi dettur þér í hug eitthvað sem er líka til á Íslandi.
Annars - ótrúlega skáldlegur þessi dómari, ég var á tímabili farin að halda að hann væri kominn í einhverjar allt aðrar pælingar en okkur. Takk fyrir góðan og skáldlegan dóm. kv.
Helga R. Einarsdóttir, 10.3.2008 kl. 22:15
Góðan dag og takk fyrir þetta.
Já, ég var sofnuð, samt erum við bara einni klst. á undan
Ég ætla aðeins að hugsa næsta þema, en það kemur fljótlega. Það verður eitthvað íslenskt, engin hætta á öðru. Lóa Hrönn biður að heilsa.
Kveðja frá Óðinsvéum.
Kristín Gunnars. (IP-tala skráð) 11.3.2008 kl. 08:36
Jæja, það er ekki eftir neinu að bíða. Þema vikunnar er "andstæður". Ég held að þetta þarfnist ekki nánari útskýringa. Það eru a.m.k. fullt af andstæðum á Íslandi
Kristín Gunnars. (IP-tala skráð) 11.3.2008 kl. 22:08
Til hamingju Kristín Gunnars. Þetta er falleg mynd. Andstæður. verðugt verkefi.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 12.3.2008 kl. 00:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.