Loksins mokað!

Ég er hætt að telja illviðrisáhlaupin og ófærðardagana sem við höfum fengið frá áramótum, en af því er löngu komið nóg. Ég hafði orð á því hér um daginn að illa væri staðið að mokstri í kringum skólann og var þá engu logið. En hér virðast vera til "batnandi menn" eins og svo víða.

Í síðustu viku, og svo aftur í morgun hefur verið búið að moka allt í kringum skólann áður en við komum. Og ekki bara moka, heldur fínhreinsa alveg upp að dyrum, eins og gerðist hér best á "Gummagröfu árunum". Það liggur við að maður sætti sig við svona langan og snjóþungan vetur úr því það tókst á endanum að finna mann sem kunni á gröfu og var leyft að nota hana þarna. Ég veit reyndar um einn gröfumann, sem vinnur hjá bænum sem gæti gert þetta svona vel, skil bara ekki hvert hann hefur verið sendur í janúar og fram eftir fefbrúar. Kannski niður í Tjarnabyggð?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

Hættu að telja þetta er ég (enn ein óveðurslægðin í vændum)

En skyldi gröfugæinn vera að vestan, þar kunn sagt vera að þar kunni menn að moka snjó

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 3.3.2008 kl. 21:05

2 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Ef svo er væri ég alveg til í að fyrirgefa honum að koma hingað, og horfa framhjá því að af hans völdum (og annarra "innflytjenda") hækka fasteignaskattarnir okkar hraðar en snjóruðningarnir.

Eða svo er sagt!

Helga R. Einarsdóttir, 3.3.2008 kl. 21:23

3 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

Það hefur ekki farið fram hjá mér hér í 810

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 3.3.2008 kl. 22:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hér slettir Helga skyrinu...

Höfundur

Helga R. Einarsdóttir
Helga R. Einarsdóttir
Netfang: hresk@mi.is

Færsluflokkar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • DSCF2187
  • DSCF2186
  • DSCF2180
  • DSCF2214
  • DSCF2208

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.7.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 197617

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband