Fullur skápur af dýrum bókum

 --- Þó ég sæi aldrei hann afa minn var hann þó alltaf til heima hjá okkur.  Á máðri brúnleitri mynd, grannleitur með yfirskegg.  Og fullur skápur af dýrum bókum sem ég hafði þá ekkert vit til að meta. Þúsund og ein nótt, fræðarit, sögur og ljóðabækur skálda þessa tíma. Listaverkabækur sem við systkinin skoðuðum í tætlur á dimmum vetrarkvöldum. Og ljóðin hans Jónasar "frænda". Þetta kom allt frá Hallgrími afa. --

Á þessum árum áttu ómenntaðar konur líklega ekki margra kosta völ til vinnu.   Vinnukonur hjá þeim sem höfðu efni á að halda slíkar, líklega heldur önugt fyrir einstæða sex barna móður.  Þvottakonur hjá betri borgurum, trúlega stopult og flækingur úr einum stað í annan. Örugglega illa borgað eins og þjónustustörf á veitingahúsum.

Svo voru fiskverkakonur, erfiðisvinna og kuldaleg, aðallega við saltfiskvinnslu utanhúss. Salta, vaska, breiða, stafla - breiða aftur. Þessa vinnu valdi amma, líkamlegt erfiði, á köflum karlmannsvinna, en kannski sæmilega borgað?

Það var ekki allt einfalt á þessum árum, nútímatækni var ekki einu sinni til í draumum. Hitaveitustokkurinn var ekki lagður af stað úr Mosfellssveitinni, heita vatnið var bara í hverum og laugum. Rafmagn var alger nýlunda og ekki á færi allra að nýta það.  Þvotturinn var dreginn á vagni inn í Laugar, dregið af þeim sterkari og svo ýttu börnin. Göturnar voru malarvegir með pollum eða svelli.   Kolakraninn við höfnina,  þegar hann kom, var líklega stórvirkasta  tækið í Reykjavík, ef ekki Íslandi öllu. Kolin voru notuð til að kynda húsin og elda matinn.

Svo liðu árin og snerust að mestu um að komast af, og ömmu gekk alveg bærilega að bjarga sér.  Hún gat jafnvel látið aðeins eftir sér þegar tækifæri gáfust.

Hún hafði gaman af hestum og fór stundum í útreiðar um nágrenni bæjarins með kunningjum sínum. Hestana þurfti hún þó að fá lánaða.  Einu sinni kom hún til ömmu og afa að Engi í hópi hestamanna og það var hún sem gekk þar til bæjar og spurði til vegar. Hún var ófeimin og ákveðin - kvenskörungur mætti líklega segja --- 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu...

Kvitt,fyrir allan lesturinn ;)

Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu..., 16.10.2006 kl. 13:29

2 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ég er ekki með neina athugasemd. Vill bara kvitt fyrir það að ég sé búinn að lesa þetta ;)

Gunnar Helgi Eysteinsson, 22.10.2006 kl. 21:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hér slettir Helga skyrinu...

Höfundur

Helga R. Einarsdóttir
Helga R. Einarsdóttir
Netfang: hresk@mi.is

Færsluflokkar

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • DSCF2187
  • DSCF2186
  • DSCF2180
  • DSCF2214
  • DSCF2208

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.8.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband