Í faðmlögum við ókunnugan mann!

Ég fer oft í sund á sunnudögum, syndi meira að segja oftast og fer svo í slúðrið í pottinum.  Fyrir hálfum mánuði var þetta með líku móti og venjulega, veðrið var alveg einstaklega gott og fullt af góðu fólki í lauginni. 

Ég fór svo uppúr á eðlilegan hátt, fór í sturtu og klæddi mig. Þegar ég kom út á tröppurnar sá ég þar á bekk fyrir utan karlamann sem talaði í síma. Um leið og ég gekk framhjá honum sá ég að þetta var maður sem ég þekkti, vinnufélagi fyrir löngu síðan. Hann hafði verið í lauginni en ég áttaði mig ekki á honum þar, enda fáklæddari þar en ég hafði  vanist á árunum áður.  Ég stoppaði og heilsaði, hann hætti símtalinu og tók undir, og hann varð óskaplega glaður að sjá mig. Hann býr ekki hér og hafði fáa hitt af fyrri vinnufélögum árum saman. Ég settist svo há honum þarna í blíðunni og við spjölluðum um hvað á daga hefði drifið hjá okkur og öðrum kunnugum.

Svo mátti ég ekki vera að þessu lengur og bjóst til að kveðja. Stóð upp og sagði bless. Hann stóð þá líka upp og spurði hvort hann mætti faðma mig að skilnaði? Ég tók vel í það og svo tókumst við á þarna  í haustblíðunni hjá sundlauginni. Í miðju faðmlagi sá ég þá vinkonu mína til margra ára koma gangandi, satt að segja var hún komin í algert návígi. Póstkona til margra ára, bókavörður og þekkir alla á Selfossi, ljósið mitt allrabesta, ( til hamingju). Hún vissi ekki hvert hún ætti að líta, þekkti mig auðvitað þar sem ég stóð í faðmlögum við aldeilis ókunnugan mann. Satt að segja varð hún þarna algerlega ráðvillt. Ég losaði tökin eins skyndilega og ég gat án þess að vera ókurteis, sagði aftur bless við kauða og tók til fótanna á eftir henni þar sem hún strunsaði framhjá með tvíræðum svip. Mér tókst að ná henni og dró hana með mér inní bíl, þar sem ég útskýrði uppákomuna fyrir henni sem best ég gat.

Hún átti afmæli fyrir stuttu og ég óska henni innilega til hamingju.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Sæmundsdóttir

Ha ha, svona uppákomur eru freistandi fyrir söguburð og fréttafluttning. Ég bjó í mörg ár í fámenni á suðausturlandi þar sem lítið fréttnæmt skéði og þar sem ég var,,, aðflutt,,, gerði ég lítið rétt. Eitt sinn hringdi fjölskylduvinur í mig og var frekar alvarlegur og bað mig afsökunar, en hann hefði ekki vitað að ég var svona langt leidd. Ég kváði, og viti menn hann hafði heyrt að ég hefði verið á VOGI ha ha OG ÉG sem drekk ekki og hef ekki gert ha ha. Ég fór að kanna hvaðan þetta kom og eftir nokkra eftirgrenslan og hringingar þá kom það upp. Ég hafði farið í ferð með hóp um haustið, en á þessum árum þá var ég með ferðaþjónustu og bauðst að fara hringferð með erlendum túristum í tvær vikur. Ég hafði svo eftir ferðina verið stödd í verslun og var að segja vinkonu minni frá ferðinni og frænka míns fyrverandi var þar nálægt, og greinilega með eyrun BARA hálfopin, Ég hafði sagt að hópurinnm hefði gist að VOGUM í Mývatnssveit. OG þar var komin fétt um hversvegna ég var ekki heima í 2 vikur, ég var á Vogi ha ha ha Ég gerði mikið grín af þessu og geri enn

Sigrún Sæmundsdóttir, 14.10.2006 kl. 19:24

2 identicon

Já, ég kunni ekki við að sjá þetta svona óforvarendis, manni getur nú orðið um!
Takk mín kæra, var að koma ofan úr Ölpum í gær og ég fann þig ekki tölvunni sem ég hafði aðgang að. Voða glöð að þú skulir muna eftir mér! Sjáumst

Mýrarljósið (IP-tala skráð) 14.10.2006 kl. 20:58

3 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Velkomin heim. Þín var saknað. Ég veit nú reyndar að þú hefðir aldrei sagt neinum frá því sem þú sást við sundlaugina,ef ég hefði ekki náð þér hefðir þú líklega burðast með þennan syndabagga minn þangað til ég hefði sagt þér hvað var á seyði.

Helga R. Einarsdóttir, 14.10.2006 kl. 21:23

4 identicon

Gott að þú þekkir mig þetta vel, en ég hefði nú spurt þig hugsa ég.

Mýrarljósið (IP-tala skráð) 14.10.2006 kl. 21:36

5 Smámynd: Josiha

Hahahahahahahaha :-D Ég sé þetta svoooo fyrir mér!

Josiha, 14.10.2006 kl. 21:37

6 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

*lol*... takk fyrir hláturinn.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 16.10.2006 kl. 06:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hér slettir Helga skyrinu...

Höfundur

Helga R. Einarsdóttir
Helga R. Einarsdóttir
Netfang: hresk@mi.is

Færsluflokkar

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • DSCF2187
  • DSCF2186
  • DSCF2180
  • DSCF2214
  • DSCF2208

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.8.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband