14.10.2006 | 16:58
Sundlaug í trjánum
Mig mátti svosem gruna að eitthvað myndi ske, þegar ég vaknaði síðla nætur við feiknarlegt rok. Hér er það ekki síst þyturinn í trjánum sem maður heyrir í svona veðri, "laufvinda" kallaði einhver haustvindana, en þetta var nú heldur öflugra. Þegar ég kom fram og leit út um eldhúsgluggann sá ég vaðlaug nágrannadrengjanna hangandi í trjánum, laufið hafði sópast af greinunum og þyrlaðist um allt.
Seinna, þegar ég kom út, var laugin lögð af stað útá róló og tók ég til fótanna á eftir henni. Náði henni fljótlega og dró með mér inná blett þar sem ég skellti hjólbörunum ofaní hana svo ekki færi aftur á flakk. Innkeyrslan er þakin rauðum berjum af trjánum, en samt er það þannig að þó að laufið hafi fokið virðast berin tolla betur. Stórir klasar hanga enn þó laufið sé fokið í burtu.
Þessi dagur var svo notaður til að tína saman blóm í pottum, af lóðinni og úr gróðurhúsinu. Klippa ofanaf og raða inní bílskúr, þar sem þau fá húsaskjól í vetur. Þessu fylgdi tiltekt í skúrnum og gróðuhúsinu, svo það má segja að rokið í nótt hafi gert góða hluti hér á bæ, það þarf eitthvað til að ýta við manni.
Um bloggið
Hér slettir Helga skyrinu...
Tenglar
Barnabörnin
Dritarar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.8.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.