Drykkfelldur prestur í Svarfaðardal

Tómas langafi minn dó 54 ára gamall, en þá voru börnin á aldrinum 14 - 24 ára.

Þá hafði hann flutt að Völlum í Svarfaðardal og þjónaði þaðan fleiri kirkjum í Eyjafirði og út til Ólafsfjarðar, hvernig svo sem hann hefur ferðast um Múlann. Ekki er ólíklegt að hann hafi lent í hrakningum í messuferðum.

Hann eignaðist eina dóttur utan hjónabands, Guðrúnu, sem skrifuð var Gísladóttir og verið getur að hann hafi átt fleiri börn þó það yrði ekki opinbert. Kvensamur var hann og einstaklega myndarlegur, drykkfelldur og vantaði alla staðfestu.  Hann hafði áberandi fallega söngrödd, var góður ræðumaður, gestrisinn og ljúfur útávið, en erfiður í sambúð.

Hann var jarðaður á Völlum og er leiðið hans í garðshorninu suðvestan við kirkjuna, afgirt og vel merkt.  Nú kom nýr prestur að Völlum og þá varð Valgerður langamma að fara þaðan. Leiðin lá út í Skagafjörð, til Hofsóss.

Þó á þessum árum þætti fínt að vera prestur og prestsekkjur væru þá í tölu betri borgara var ekki þar með víst að allt léki í lyndi. Langamma hefur farið fátæk frá Völlum því enginn búmaður var hann Tómas og hélst illa á þeim krónum sem hann fékk fyrir prestsverkin. Hún var víst ekki mikil búkona heldur.  Sennilegt er að einhver barnanna hafi verið komin á undan henni til Hofsóss og elstu dæturnar jafnvel giftar.

Hallgrímur afi minn gifti sig þetta sama ár, 24 ára gamall Hansínu Friðriku Hansdóttur---- 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kvensamur, einstaklega myndarlegur, drykkfelldur,- fallega söngrödd, góður ræðumaður - bara GKS í hnotskurn!

Einar Örn (IP-tala skráð) 14.10.2006 kl. 14:18

2 identicon

Enga öfund -

ammatutte (IP-tala skráð) 14.10.2006 kl. 16:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hér slettir Helga skyrinu...

Höfundur

Helga R. Einarsdóttir
Helga R. Einarsdóttir
Netfang: hresk@mi.is

Færsluflokkar

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • DSCF2187
  • DSCF2186
  • DSCF2180
  • DSCF2214
  • DSCF2208

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.8.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband