25.2.2008 | 20:45
Aldrei að segja aldrei - eða stundum?
Ég var búin að ákveða að draga verulega úr bloggi. Það er svo margt annað sem ég þarf að gera. Skrifa svona eins og tvær ævisögur og skanna inn mörghundruð myndir. Þvílikt lán að skanninn notar ekki blek. Ég ætla nú samt að halda áfram með myndamaraþonið í nokkrar vikur á meðan þátttakendur gefast ekki upp.
En svo bara er alltaf eitthvað sem kallar á smá færslu.
Ég hef reyndar verulega rúman tíma núna - ekkert eldhús, ekki hægt að elda mat eða vaska upp - sældarlíf. Stúlkur tvær komu í gær, reyndar þrjár, en festust ekki allar á "filmu". Una sat við skriftir í gær og svo kom Dýrleif Nanna aftur í dag og lá við sína myndlist.
Vill til að amma á heilu pakkana af ljósritunarpappír og fullt pennaveski af litum.
Um bloggið
Hér slettir Helga skyrinu...
Tenglar
Barnabörnin
Dritarar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.7.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þær eru æði
mýrarljósið (IP-tala skráð) 25.2.2008 kl. 22:23
Ég er ekkert búin að gefast upp. Féll bara á tíma í gær. Fyrirsætan sem átti m.a. að vera á myndinni sofnar hálf 9 og ég fattaði það ekki fyrr en klukkan tíu... Ég verð pottþétt með aftur næst
En takk fyrir pössunina í dag. Dýrleif Nanna kallar þig alltaf "ber". Það gæti nú misskilist, hehehe...
Josiha, 25.2.2008 kl. 22:35
á ég við sama vandamál að stríða
Zóphonías, 25.2.2008 kl. 23:23
Haha... fyndin mynd af DNG.
Ég "svaf yfir mig" á sunnudaginn. Verð með næst.
GK, 25.2.2008 kl. 23:52
Frábærar myndir. Þær eru nú dáldið líkar frænkurnar...
Ása Ninna Katrínardóttir (IP-tala skráð) 26.2.2008 kl. 14:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.