12.10.2006 | 21:36
Hún dó frá sex litlum börnum
Ég má eiginlega ekkert vera að þessu bloggi. Þegar ég sest við tölvuna á ég að skrifa allt annað og meira, sem ég hef verið að undirbúa og leita heimilda um í mörg ár.
Ég ætla á næstu dögum að sýna ykkur smá brot af því svo þið frekar fyrigefið mér þó ég skrifi ekki á þessa síðu nema svona þriðja hvern dag.
Sigríður langamma mín dó 35 ára gömul, 19 dögum eftir að hún fæddi sitt sjöunda og síðasta barn, sem var líka hennar eini sonur. Þá voru dæturnar 9-7-5-3- og 1 árs gamlar. Ekki veit ég hvað hann Einar langafi tók þá til bragðs, líklegast að hann hafi beðið Guð að hjálpa sér og síðan látið hreppsstjórann um afganginn. Börnunum hefur sennilega öllum verið komið fyrir hjá vandalausum.
Guðrúnu ömmu sem þá var níu ára var komið fyrir í Búð á Hnífsdal og átti að vinna fyrir sér. Hún var þar til 16 ára aldurs og taldi sig hafa verið heppna, sjálfsagt var það heppni útaf fyrir sig að fá að vera sjö ár á sama stað. En svo leystist þetta heimili upp og árið 1905 þegar hún var 16 ára átti hún ekkert heimili lengur og varð að sjá um sig sjálf. Hún hefur örugglega verið dugnaðarstelpa, því hún ákvað að leita á dýpri mið og flutti fljótlega til Reykjavíkur. Ekkert veit ég hvað á daga hennar dreif í níu ár. Hún hefur vafalítið verið vinnukona eins og flestar fátækar einstæðingsstúlkur á þessum tíma. Hún hefur haft vit fyrir sér því ekki eignaðist hún börn og hún hefur örugglega verið hörkudugleg, það kom á daginn seinna hvað í henni bjó ----
Um bloggið
Hér slettir Helga skyrinu...
Tenglar
Barnabörnin
Dritarar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.8.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
"Ekki eignaðist hún börn"? Var hún ekki blóðmóðir afa Einars?(Sesselja Guðrún) Þetta er æsispennandi!Ég hlakka til að lesa meir.Það eru einmitt svona skrif sem ég hef áhuga á ;)Að vita meira og meira,meir í dag enn í gær.
Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu..., 12.10.2006 kl. 23:32
Þetta var fróðleg lesning :-)
Josiha, 13.10.2006 kl. 13:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.