Dagur tvö 5 ?

Leiðin sem við fórum lá um stórbrotið hraun og sáum við þar gjótur hrikalegar sem leiddu til hugleiðinga um slysfarir og glæpamál ýmisskonar. Krakkarnir skoðuðu ofaní flestar holur sem við sáum til að leita að einhverju dularfullu og mikill ákafi greip um sig þegar sást glitta í einhverja flík í einni gjótunni.

Ég potaði með stafnum ofaní og dró upp derhúfu drulluskítuga. Þau vildu leita betur til að kanna hvort einhver væri undir húfunni en það reyndist ekki vera .

Þegar við komum að árgljúfrinu voru fjallagarpar komnir á leið niður og höfðu nú skilið fararstjórann algerlega eftir.  Við komum nærri samtímis til skála og ég spurði þá hvers vegna þeir hefðu skilið hana eftir. " Hún labbaði bara" sögðu þeir þá og blésu ekki úr nös.

Nú fóru krakkarnir flestir í laugina en ég byrjaði að taka til í skálanum. Þar var ekki beint snyrtilegt umhorfs. Nammipokar um gólf og borð, samt urðum við eiginlega ekki varar við neitt nammi. Þau hafa tekið það bókstaflega að þau væru í skólaferð en svo gleymt að hylja slóðina. María kom nú líka og það var bara klukkutími í rútuna, sem hafði farið heim kvöldið áður. Ég var inni í salnum þegar krakkarnir fóru að tínast inn og allt í einu stóð hjá mér á miðju gólfi stúlkukind í tveimur litlum pjötlum sem mynduðu til samans bikini örsmátt. Hún stóð þarna skjálfandi  og hafðist ekki að. Æ! - "láttu ekki bleytuna leka af þér á gólfið" sagði ég aðeins ergileg. "Ég er að bíða eftir að þorna" sagði hún, "ég er ekki með neitt handklæði". Ég varð að redda handklæði, en hafði ekki með mér nema smábleðil litlu stærri en þvottapoka. Hún fékk það og varð harla glöð, hún gat þá hætt að bíða.  Útlendingarnir voru í eldhúsinu að elda kjötsúpu sem þau ætluðu að hita upp þegar þau kæmu úr göngu dagsins. Okkur fannst nú heldur seint af stað farið en þau höfðu verið lengi á ferðinni á gær. Ef þau hefðu þá átt súpu í potti er eins víst að við hefðum verið búin með hana áður en þau komu. Nú lukum við öllu sem til var að borða og pökkuðum öðrum eigum okkar í töskur og poka.

Rútan kom á tilsettum tíma og þá var öllu hlaðið í kerru. Ferðin heim gekk svo að óskum, við fórum aðra leið svo við gætum litið á virkjanir og skoðað hvar Þjórsáin rennur nú í skurðinum stóra fyrir neðan Sultartanga. Svo fengum við meira að segja sjoppustopp í Árnesi en vorum komin heim kl.15.30.  Þetta var frábær ferð og ég var löngu búin að ákveða að fresta minni fyrri ákvörðun um að hætta að segja alltaf já þegar ég er beðin um eitthvað. Ég gæti alveg hugsað mér að fara aftur á morgun. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: GK

Neisko! Ertu komin með nýtt drit? Til lukku!

GK, 11.10.2006 kl. 22:20

2 Smámynd: Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu...

Jey...amman komin á réttann stað,þetta hefur verið góð ferð hjá ykkur;)

Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu..., 11.10.2006 kl. 22:29

3 Smámynd: Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu...

Gerðir þú þetta sjálf?

Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu..., 11.10.2006 kl. 22:41

4 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Er verið að vantreysta ömmunni? Ég fékk mann frá Flutningaþjónustunni hf.

Helga R. Einarsdóttir, 12.10.2006 kl. 18:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hér slettir Helga skyrinu...

Höfundur

Helga R. Einarsdóttir
Helga R. Einarsdóttir
Netfang: hresk@mi.is

Færsluflokkar

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • DSCF2187
  • DSCF2186
  • DSCF2180
  • DSCF2214
  • DSCF2208

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.8.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband