Leiðindastund

Er það ekki réttnefni þegar maður situr heima hjá sér - einn - og hefur svo sem ekkert að gera. Reyndar er það ekki rétt. Á leiðindastundum áttu foreldrarnir að vera með börnunum heima og hafa slökkt á öllu. Ekkert sjónvarp, engin tölva, ekkert nútímaleiktæki yfirleitt. Kannski mátti hafa útvarpið lágt stillt á gufuna og ljós á lampa í stofunni.

Það er enginn vandi að slökkva á sjónvarpinu, þar er bara eitthvað rugl um Rússland.  Ég á ekki IPOD eða önnur leiktæki, en tölvuna verð ég að nota til að vera ekki alein þessa stund, það átti maður aldrei að vera. Ég get meira að segja toppað allar fyrri leiðindastundir með því að segja ykkur að það er búið að henda eldavélinni út og líka gufugleypinum og ofninum - geri aðrir betur. Engin truflun af eldamennsku eða bakstri. Vaskurinn er líka farinn - enginn uppþvottur. Ég get dundað langa stund með ykkur algerlega ótrufluð af óvæntum eldhússtörfum. Hér er ekkert eldhús.

Svo átti að spila við börnin eða segja þeim sögur. Frekar erfitt með spilin svona í fjarvinnslu, en kannski er það eins gott, aldrei að vita nema einhver myndi tapa og fara í fýlu. En sögu gæti ég sagt ef ég kynni hana einhverja? Eruð þið ekki orðin alltof gömul fyrir Búkollu? Einu sinni var hún nú góð. Og svo margar barnasögur sem voru sagðar  svona í "einu sinni var" stílnum. Hans og Gréta, það er nú með ljótustu sögum sem ég hef heyrt enn í dag. En ég bara áttaði mig ekki á því fyrr en nýlega.

Foreldrar sem bera börnin sín út - hvað væri gert við þau í dag? Kærð til barnaverndar og krakkarnir teknir af þeim. Og svo nornin maður - át börn - halló - það heitir mannát nú til dags. Ég held að það sé ekki til sú refsing á Íslandi sem myndi ná yfir þann glæp. Bara engum dottið svoleiðis í hug. En samt sjálfsagt að segja litlum börnum sögur af því. Þyrnirós og Mjallhvít - einstakar lýsingar á mannvonsku og misljótum aðferðum til að níðast á sakleysingjum. Og aumingja Dísa ljósálfur, sú fékk nú að kenna á skærunum kerlingarinnar. Vængirnir bara klipptir af. Ofbeldi og líkamsárás sem leiddi til örkumla.

Ég held ég láti það var að segja ykkur sögu, komið allt of nærri háttatíma. Ég vil ekki eiga sök á andvökunótt eða martröðum vegna ljótra lýsinga úr sögum.

Kannski ég fari að leita, einhversstaðar hljóta að vera til fallegar sögur.

En hefur þá bara nokkur maður gaman af þeim? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hér slettir Helga skyrinu...

Höfundur

Helga R. Einarsdóttir
Helga R. Einarsdóttir
Netfang: hresk@mi.is

Færsluflokkar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • DSCF2187
  • DSCF2186
  • DSCF2180
  • DSCF2214
  • DSCF2208

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband