Þess vegna snjóar aftur

Það er ekki gott að fá of mikil hlýindi í febrúar, sagði mér góður granni fyrir mörgum árum.  Gróðurinn er búinn að sofa svo lengi að hann er alveg til í að vakna núna - en það er bara of fljótt - það á eftir að koma frost og kuldi sem gæti þá farið illa með brum og viðkvæma vaxtarbrodda.

Því miður, það er bara svona. Eins og ég gæti vel þegið vorblíðu næstu sex vikurnar, alveg fram í marslok þess vegna. Þá ætti vorið eina líka að vera rétt ókomið. 

Það er alveg með ólíkindum hvað hefur tekið upp af snjó síðustu daga. Má heita alautt á leiðinni í skólann, nema bara á stéttinni sem liggur frá götu að dyrum, þar var aldrei mokað, sem mér fannst þá og finnst enn alveg með ólíkindum. Það er eins og blessaðir hreppskallarnir hafi ekki hugmynd um að það fara fleiri hundruð manns um þessa stétt á hverjum degi. 

Á óveðurstímanum myndaðist þarna skriðjökull sem maður fetaði sig ofanaf niður að dyrunum inn í skólann. Nú er þar glærusvell frá dyrum að götu, og aldrei sandborið hvað þá meira.  Kannski halda kallarnir að það sé bara einn inngangur í skólann. Það gæti verið að þeir viti bara ekkert hvað er hvað hér, eins og sá sem ég hitti um daginn á litla traktornum og var búinn að keyra marga hringi Sólvelli, Bankaveg, Austurveg og Reynivelli. Rakst á mig í þriðja hring, stoppaði og spurði: "hvar eru Sólvellir". Á íslensku þó. Stéttin var orðin fínpússuð allan þennan hring, en núna fyrst er stéttin við Rauðholt að koma undan fönn. Hún var aldrei mokuð.

Æ - greyin - það er auðvitað engin leið að gera sem skyldi þegar snjóar svona mikið. Engin tæki til sem varla er von, hér hefur verið sumarfæri í fjögur ár. Og svo er Tjarnarbyggðin, það er nú eitt, engar smá vegalengdir  sem þarf að ryðja þar.  

Það á víst að kólna á morgun.

Þá festir brumið blundinn aftur og glærusvellið getur ekki lengur brotið beinin í börnunum bæjarbúa. "Allt hefur sinn tíma", eins og presturinn sagði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Ég gæti alveg þegið það að fá ekki meiri snjó og bara vor. Það hefur komið fyrir en ekki oft að það snjóaði ekki eða frysti eftir miðjan fefrúar.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 18.2.2008 kl. 20:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hér slettir Helga skyrinu...

Höfundur

Helga R. Einarsdóttir
Helga R. Einarsdóttir
Netfang: hresk@mi.is

Færsluflokkar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • DSCF2187
  • DSCF2186
  • DSCF2180
  • DSCF2214
  • DSCF2208

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband