Fyrsta mynd

DSCF6799"GAMALT" er það, fyrsta myndin birtist hér svo getið þið sett ykkar í komment, þeir sem ekki kunna, eftir leiðsögn sem væntanlega birtist hér undir fljótlega. Ef einhver vill ekki birta mynd hér þá er það í góðu lagi, hafið þær bara hjá ykkur og látið okkur kannski vita.  Vegna ófærðar og fleiri vandamála er skilafrestur framlengdur til mánudagskvölds. Jóhanna velur svo næsta viðfangsefni og því verður að skila næsta sunnudag.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Josiha

Til að setja inn mynd í komment, þá þarf hún að vera á netinu. Þar er t.d.hægt að nota þá aðferð að fara í stjórnborð - myndir - myndalisti. Smella á myndina sem maður ætla að setja í komment, hægri smella á myndina, fara á ammatutte.blog.is, smella á athugasemdir og gera Ctrl + v. Þá á myndin að vera komin inn.
Það er svo auðvitað grundvallaratriði að vera búinn að vista myndina inn á sitt vefsvæði  
Skilst þetta?

Josiha, 10.2.2008 kl. 17:33

2 Smámynd: Josiha

P.S. Hægri smella á myndina OG gera "copy"

Josiha, 10.2.2008 kl. 17:34

3 Smámynd: Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu...

Mitt framlag. Gamalt síló í Hvammi:

áburðarsíló

Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu..., 10.2.2008 kl. 21:31

4 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Velkomin heim Guðbjörg. Mikið man ég vel eftir þessu, sem þú segir"gamalt síló". Þvílíkt tækniundur sem þessi áburðardreifari var þegar hann leysti af hólmi þann gamla, sem dreginn var á eftir hesti og svo éppanum. Á tveimur hjólum með skúffu þvert á milli. Þessi var beintengdur á traktor og hann snerist og þyrlaði áburðinum langar leiðir.

Helga R. Einarsdóttir, 10.2.2008 kl. 21:37

5 Smámynd: Josiha

Æ ég ætti kannski að segja af hverju myndin mín er. Hún er sem sagt af ofnklukkunni í Rauðholtinu  Held að Lýður Pálsson væri til í að hafa hana á safninu sínu, hihihi...
...smá djók

Josiha, 10.2.2008 kl. 22:19

6 Smámynd: GK

Þetta er nú skemmtilegt, en ég get ekki skilað minni mynd inn fyrr en á morgun...

GK, 10.2.2008 kl. 22:48

7 identicon

Ég er nú ekkert afskaplega frumleg, en hér er mín mynd.

Þetta er hún Bella mín, sem er að verða 22 ára bráðum, og hún situr í stól sem Karen á, sem hún fékk frá ömmu sinni, en þessi stóll var í sumarbústað ömmu hennar og afa í mörg ár.

Ása Ninna Katrínardóttir (IP-tala skráð) 11.2.2008 kl. 15:27

8 identicon

Kristín G. (IP-tala skráð) 11.2.2008 kl. 20:06

9 identicon

Jæja, góða kvöldið. Bara að reyna að vera með Það kom engin mynd. Hvar þarf ég að eiga svæði til að vista inn mynd? Sjáum til hvað setur .

Kristín G. (IP-tala skráð) 11.2.2008 kl. 20:09

10 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Æjæjæjæjæ Kristín, endilega reyndu betur. Ég veit ekki hvort hún Jóhanna getur gefið einhver ráð? ekki kann ég þau.

Og svona í leiðinni:Halldór! hvar ertu? Ekki gleyma þér. Það varður dómari og allt.

Og líka allir hinir sem langar að vera með - ljúkum þessu fyrir kl.22.00, ég fer svo snemma að sofa. kv.

Helga R. Einarsdóttir, 11.2.2008 kl. 20:21

11 Smámynd: Josiha

Myndin þarf að vera á netinu. Spurning um að senda Helgu kannski myndina og hún setji hana inn fyrir þig? Í komment þá. Bara hugmynd.

Josiha, 11.2.2008 kl. 21:13

12 identicon

 Helga ég sendi þér myndina, kemur í sjós hvort hún kemst alla leið   En myndin er tekin í Malmö í Svíþjóð sumar 2006 af tré sem er gamalt en veit ekki hversu gamalt. Minnir helst á þingvíði. Helga þú veist kannski hvaða tegund þetta er?

Kristín G. (IP-tala skráð) 11.2.2008 kl. 21:32

13 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Ráð undir rifi hverju! Láttana vaða Kristín. Samt er ég ekki viss um að ég komi henni í Komment. Námskeiðið sem ég fór á í gær hjá Jóhönnu var ekki alveg um það. En þá bara set ég hana í blogg og hún er jafn góð þar. kv. og bráðum bréf.

Helga R. Einarsdóttir, 11.2.2008 kl. 21:38

14 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Guðmundur og Halldór eiga eftir að skila, ég er farið að sofa.

Dómarinn þarf að ljúka sínu - helst á morgun. Góða nótt. 

Helga R. Einarsdóttir, 11.2.2008 kl. 22:49

15 identicon

Dómarinn er mjög ánægður með innsendingar.  Hann gefur einkunnir fyrir viðfangsefni annarsvegar og myndbyggingu hinsvegar.  Sigurvegari í þetta sinn er Joshiha fyrir klukku.

Dómarinn (IP-tala skráð) 12.2.2008 kl. 22:57

16 Smámynd: Josiha

Hahahaha... hver er þessi dómari eiginlega?

Annars bara takk fyrir

Josiha, 12.2.2008 kl. 23:26

17 Smámynd: GK

Mér finnst að reglurnar ættu að vera eins og í alvöru ljósmyndamaraþonum, hún skal tekin í þessari viku...

Ég er sammála dómaranum með myndina hennar Jóhönnu, en mín hefði að sjálfsögðu unnið, hefði ég skilað henni.

GK, 13.2.2008 kl. 00:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hér slettir Helga skyrinu...

Höfundur

Helga R. Einarsdóttir
Helga R. Einarsdóttir
Netfang: hresk@mi.is

Færsluflokkar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • DSCF2187
  • DSCF2186
  • DSCF2180
  • DSCF2214
  • DSCF2208

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.7.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 197619

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband