8.2.2008 | 19:58
Veðrið er heldur subbulegt
Hefði átt að vera fyrirsögn síðustu færslu. Ég var langt úti á túni og hélt ég væri að flýta mér til að horfa á spurningakeppnina. En svo kemur Kastljósið með endalaust REY röfl og ég hef nógan tíma.
Það er rok og rigning, en líka yndisleg hláka sem étur upp snjóinn sem er nú ekki lengur neitt fallegur eða skemmtilegur. Ég er búin að grafa upp saumadót sem ég skildi síðast við fyrir fimmtán árum eða svo og ætlaði að dunda í því um helgina. En þá kom aldeilis "babb í bát". Ég sé ekki núna það sem ég sá þá, þetta er svo smátt, eða hefur kannski hlaupið? Ég verð að endurhanna umhverfið með ofurlampa og setja smámunagleraugun á nefið. En ég skal klára þennan klukkustreng. Auðvitað veit ég að klukkustrengir eru fjarri því að vera "inn" nú til dags, en ég bara gef hann einhverjum. Svo koma svona hlutir alltaf aftur í tísku, ef ekki í mínu lífi þá bara einhverju öðru.
Um bloggið
Hér slettir Helga skyrinu...
Tenglar
Barnabörnin
Dritarar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.7.): 1
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 197619
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Eru klukkustrengir ekki bara klassískir? Detta þeir einhverntíma "út"?
Ása Ninna Katrínardóttir (IP-tala skráð) 8.2.2008 kl. 20:02
já það er ýmislegt sem maður tekur sér fyrir hendur í svona veðri. Nú bíðum við bara eftir rafmagnsleysinu og þá förum við að ryksuga og senda tölvupósta.
Erla Björg, Vilberg og Emil (IP-tala skráð) 8.2.2008 kl. 22:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.