Kaffiskortur?

Þetta ætlar engan enda að taka, hvorki snjókoman eða fjárans (leyfilegt orð krakkar) pestin í mér. Þriðji dagur sem ég hangi heima yfir engu nema sjálfri mér. Með sáran háls, svitakóf, hóstaköst og hausverk. En það er engin veiki svona? Ég hef svolítið verið að spyrjast fyrir og er nú orðin helst á því að þarna komi saman margir óheppilegir kvillar og úr verði þessi leiðindi án þess þó að heita nokkuð sérstakt. Svitakófið er mér sagt að sé eðlilegt konum á mínum aldri.Gengur yfir. Hóstaköst koma af því sem heitir "bakflæði" og kemur yfir mann láréttan. Aldrei að leggjast niður. Hausverkurinn er af kaffileysi. Auðvitað er ég ekkert að hella á handa mé aleinni sofandi í rúminu. Særindin í hálsinum gætu verið af því að ég hafi sungið of mikið eða skammast við krakka. Reyndar kannast ég  ekki við að hafa staðið í neinu svoleiðis, en hver veit?

Í dag hef ég hagað mér samkvæmt öllu þessu. Verið upprétt að mestu, hellti á könnuna og talaði eiginlega ekkert. Og ég skolaði af mér svitanum í sturtunni. Mér hlýtur að fara að batna. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Æ,Æ,Æ elsku Helga mín samhryggist þér. Lá heima í gær með svokallaða ógeðspest sem ég nefni svo., upp og niður.

Hittumst vonandi sem fyrst, hressar og kátar, kannski í sundi hver veit.

Pálína Vigdís Sigtr. (IP-tala skráð) 6.2.2008 kl. 20:32

2 Smámynd: Josiha

Taktu The Secret á það og sjáðu fyrir þér að þú sért hraust. Hugsaðu að þú sért heilsuhraust og að ekkert sé að þér. Því meira sem maður hugsar um veikindi, því meiri orka fer í þau og því meiri verða þau. Þetta er alveg satt. Maður á bara að hugsa um tala um það jákvæða. Amk reyna halda því neikvæða í algjöru lágmarki.

Já, The Secret virkar. Veit um mörg dæmi, bæði hjá sjálfri mér og hjá öðrum

Josiha, 6.2.2008 kl. 21:52

3 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Takk stelpur mínar báðar.

Eins og talað frá mínu hjarta Jóhanna. Þetta hefur mig lengi grunað.

kv. 

Helga R. Einarsdóttir, 6.2.2008 kl. 21:58

4 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

ÆÆ ekki er þetta gott. Láttu þér batna sem fyrst.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 7.2.2008 kl. 00:07

5 Smámynd: Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu...

Æ auminginn. Batni batn-straumar. Let me know if I can do anything for you... (heilaþvegin af enskuverkefnum dagsins).

Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu..., 7.2.2008 kl. 00:16

6 Smámynd: Josiha

Æj það vantaði "og" þarna á milli. En þú náðir þessu samt

Hey. Gummi hefur skondið að segja þér. Ætla að segja honum að hringja í þig og segja þér hvað hann er að fara að gera annað kvöld, hehehe...

Forvitin?

Josiha, 7.2.2008 kl. 15:10

7 Smámynd: Josiha

Ætla líka að senda þér örstutt meil!

Josiha, 7.2.2008 kl. 15:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hér slettir Helga skyrinu...

Höfundur

Helga R. Einarsdóttir
Helga R. Einarsdóttir
Netfang: hresk@mi.is

Færsluflokkar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • DSCF2187
  • DSCF2186
  • DSCF2180
  • DSCF2214
  • DSCF2208

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.7.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 197619

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband