4.2.2008 | 20:27
Himnaríki og H......
Það má nú segja. Auðvitað er heldur fast að orði kveðið að tala um h...... , en að liggja heima, ein, sofandi í rúminu heilan dag - það er engin skemmtun.
Ef mér hefði verið sagt í gær að það væri hægt að sofa til 14.30 á mánudegi hefði ég sagt það bull, svoleiðis gerir enginn. Þessi langi svefn var þó ekki alveg í einum dúr og það bjargaði deginum að nýir draumar fylgdu hverjum blundi.
Við áttum að fara í sund í morgun, en auðvitað missti ég af því. Fyrsti draumurinn var þó á þann veg að ég kom í laugina aðeins á eftir hinum og Gummi kennari skaut á mig "skensi" fyrir að vera bara í lauginni þegar ég var búin að tilkynna mig veika. Og ég skammaðist mín í alvöru svo að ég fór strax uppúr. Svo komu fleiri draumar og var þá víða komið við, oftar en ekki í skólanum.
Sá síðasti var góður. Ég var ein á ferð og ætlaði austur að Barkarstöðum í berjamó. Ég var á rauðum gömlum ljótum bíl, Moscovits eða Lödu eða eitthvað svoleiðis. En ég hafði keypt hann sjálf og átti skuldlaust. Svo var ég komin niður á strönd fyrir austan Stokkseyri. Skildi bílinn eftir og fór út að ganga. Þar var hár garður grænu grasi gróinn, einskonar sjóvarnargarður. Ég sá ekki sjóinn, en fullt af rosalega stórum berjum og fallegum jurtum. Fannst verst að vera ekki með myndavélina. Þarna var eitthvað af fólki, í sólbaði og börn með að leika sér, en ég skipti mér ekki af neinum. Ég var svo hamingjusöm að geta bara verið þarna á röltinu án þess að hafa áhyggjur af að einhver myndi stela bílnum mínum. Hann var svo ljótur að það vildi hann enginn.
En þetta var nú ekki upphaflegt "efni þáttarins". Þegar ég var loksins sæmilega vöknuð um kl.15.00 og ekki illt í hausnum, lauk ég við bókina sem ég hafði á náttborðinu. Himnaríki og (þar sem hann á heima). Góð bók.
Það er eins og maður horfi á mynd, eldgamla, en óskaplega fallega og skýra, stundum skelfilega mynd, sem er samt svo full af orðum sem segja svo miklu meira en orðin í venjulegum bókum.
Svo var ég aftur komin með hausverk og sofnaði einu sinni enn.
Um bloggið
Hér slettir Helga skyrinu...
Tenglar
Barnabörnin
Dritarar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.7.): 1
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 197619
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Batakveðjur úr Sandvíkinni!
Josiha, 4.2.2008 kl. 21:51
Ég vissi að það var eitthvað skrýtið við daginn í dag.....þú varst ekki.
Láttu þér batna frænka.
KH
Kristjana (IP-tala skráð) 4.2.2008 kl. 22:18
Láttu þér batna!
Ása Ninna Katrínardóttir (IP-tala skráð) 5.2.2008 kl. 23:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.