2.2.2008 | 16:45
Ég var með sex hundruð í mat
Að minnsta kosti. Reyndar gat ég aldrei talið almennilega, ekki gat ég talið diska eða glös og gestirnir voru svo kvikir og hræðslugjarnir að ég gat aldrei komist almennilega að þeim. Þeir voru heldur ekki allir eins, mátti heita að hér væri samankominn "fjölmenningarlegur" hópur. En þeir komu sér samt ágætlega saman, og voru ekki með áberandi yfirgang eða frekju við þá sem minna máttu sín.
Stærstir voru líklega þrestirnir, alla vega sýnist manni það, þeir ýfa fiðrið í kuldanum svo þeir verða bústnir og "feitir" sýnist sumum. Starrarnir kunna þetta líklega ekki, alla vega eru þeir jafn mjóslegnir, hversu kalt sem er. Svo eru snjótittlingarnir, sumir ljósari en aðrir, en allir fallegir. Einn hópur hefur slegið sér að samkvæminu nú nýlega, það eru auðnutittlingarnir. Þeir eru minni en allir hinir, sumir með rauða kolla, það eru víst karlarnir. Merkilegt hvað þeim er alltaf úthlutað skrautfjöðrum. Kannski ættu þeir annars enga von um athygli.
Einn kom hér reyndar minnstur allra. Músarrindill örsmár hrundi fram af þakskegginu og slóst í hópinn stundarkorn. Ekki þó lengi, hann skaust niður í holu við gróðurhúsið, kannski kemst hann þar inn? Hann er sá allra styggasti og gott að ekki þurfti að telja hann nema upp að einum. Starrarnir eru fyrstir til að kveðja og koma sér í næturskjól. Það segir mér að sjónin sé ekki góð.
Þrestir og snjótittlingar þrauka alveg fram í myrkur, vita sem er að það er aldrei að vita nema þetta sé síðasta máltíðin að sinni. Músi litli er löngu sofnaður í gróðurhúsinu áður en þeir hætta að háma í sig. Það er nóg til.
Um bloggið
Hér slettir Helga skyrinu...
Tenglar
Barnabörnin
Dritarar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.7.): 1
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 197619
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Yndisleg frásögn!
Ása Ninna Katrínardóttir (IP-tala skráð) 2.2.2008 kl. 18:10
Ég vona að það verði ekki svona margir á þriðjudaginn þegar ég bíð mér í mat
Kirtlabólga og 38°, ræður enn ríkjum
Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu..., 2.2.2008 kl. 23:00
Karlarnir og kerlingarnar hafa bæði rauðan koll en eingöngu karlarnir fölrauða bringu og gump!
Greyjunum er svo kalt á "tánum". Koma í hundraða tali í mat sem varir allan daginn.
mýrarljósið (IP-tala skráð) 3.2.2008 kl. 11:32
Við bara reddum því þá Guðbjörg. Ég er búin að gera viðeigandi ráðstafanir. Batn - batn - kv.
Helga R. Einarsdóttir, 3.2.2008 kl. 11:36
Hér fæða fuglar sig sjálfir, græn jörð. Hitastigið fór upp í 9°c í dag og bjart. Enda er ég alveg rugluð í árstíðum. Snæviþaktir tindar eru samt fallegir
Kveðja frá Óðinsvéum
Kristín G. (IP-tala skráð) 4.2.2008 kl. 16:46
Þetta voru góðir gestir.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 4.2.2008 kl. 19:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.