"Rimlar hugans"

Mikið óskaplega var ég lengi að lesa þessa bók. Var víst byrjuð í jólafríinu, en ég las hana þó alla - vandlega. Ég hef heyrt af einhverjum sem fóru að "fleyta kerlingar" í miðri bók, lesa á hundavaði. 

Þarna er sagt frá ýmsu sem ég og mergir aðrir þekkja ekkert til, sem betur fer. En einhverjir eiga svona líf, langt eða stutt.

Ef ég hefði skrifað þessa bók hefði ég haft mína frásögn, (Einars Más) með mínum stíl, en  rithátt krakkanna eins og þau hefðu skrifað. Það er eitthvað svo ótrúlegt að þau skrifi sama stíl og rithöfundurinn. Ég held bókin væri trúverðugri þannig. 

En ég hef nú heldur ekkert vit á bókum. Nú ræðst ég á "Himnaríki og Helvíti".

Uss svona ljótt orð ætti aldrei að sjást hér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rannveig Bjarnfinnsdóttir

Er einmitt nýbúin með þessa bók og ég var svolítið lengi með seinni hlutann.  Fannst hún byrja vel en enda einhvern veginn á að vera langdregin.  Ágætislesning- ekkert meira en það   Harðskafi var mun betri og ég var einmitt miklu fljótari með hana.

Spurning um að fara að ráðast á sömu bók og þú (skrifa ekki orðið ) og svo "berum við saman bækur okkar"

Rannveig Bjarnfinnsdóttir, 28.1.2008 kl. 21:58

2 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Loksins fann ég einhvern sem toppar mig í "pempíuskapnum" í sambandi við ljótu orðin. En hér er ráð sem ég var búin að gleyma.

Svo skulum við bera saman næstu bók. kv. 

Helga R. Einarsdóttir, 28.1.2008 kl. 22:06

3 identicon

Hlakka til að heyra hvernig Himnaríki og Helvíti er.... allt gott að frétta úr bænum. er að flytja í Skerjafirðinn í næstu viku ....

Orri frændi (IP-tala skráð) 28.1.2008 kl. 23:43

5 identicon

Orri: Skerjafjörðinn, ekki Skerjafirðinn...

Ása Ninna Katrínardóttir (IP-tala skráð) 29.1.2008 kl. 01:03

6 identicon

Vá Ása Ninna Katrínardóttir má maður aldrei skrifa neitt í fljótfærni ,,,,,,,,,,,, p.s. þú skuldar mér bíóferð ninna

Orri frændi (IP-tala skráð) 29.1.2008 kl. 12:34

7 identicon

Bókin heitir þetta!  Ég hef nú ekki heyrt fyrr að frænka mín væri pempía.

Ekki nenni ég að lesa svona hörmungarsögur.  Himnaríki og helvíti fær mismunadi umsögn og bækur í sendibréfastíl finnst mér leiðinlegar aflestrar.  Bókin Bí Bí fær samdómaálit hjá öllum, mögnuð ævisaga.  Fullt til af fínum bókum. 

mýrarljósið (IP-tala skráð) 29.1.2008 kl. 19:41

8 Smámynd: Josiha

Eitt af því sem ég ætlaði að gera meira á þessu ári var að lesa fleiri bækur. Hef ekki enn lesið eina bók. En æ, það er ennþá bara janúar.

Ég ætla að senda þér póst. Veit hvað þér finnst gaman að fá póst. (Hvernig væru að allir myndu senda Helgu póst á hresk@mi.is? )

Josiha, 29.1.2008 kl. 21:16

9 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Gott að geta gefið frændsystkinunum Ninnu og Orra pláss fyrir ættgengar ritdeilur.

Og ljósið mitt, ég veit allt um allar bækurna þínar, en ætla bara að reyna að ljúka því sem ég á fyrst.

Og Jóhanna, takk fyrir póstinn og hjálpina við að fá meira af honum.

Helga R. Einarsdóttir, 29.1.2008 kl. 21:55

10 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Hef ekki lesið hana svo ég get ekkert sagt um það en ég veit að þetta á erindi við almenning.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 30.1.2008 kl. 13:18

11 identicon

Kvitt kvitt fyrir mig. Mikið er langt síðan ég hef komið, kannski nægir mér að hitta þig daglega
Ég er einmitt að lesa bókina hans Jóns Kalmans, gengur hægt en það er ekki leiðindum að kenna. 

Kristjana (IP-tala skráð) 30.1.2008 kl. 23:24

12 Smámynd: GK

Aldrei datt mér í hug að þú myndir "ráðast á Helvíti"... Hvurslags orðbragð er þetta?

GK, 31.1.2008 kl. 01:58

13 Smámynd: Rannveig Bjarnfinnsdóttir

Kíktu yfir til mín Helga

Rannveig Bjarnfinnsdóttir, 31.1.2008 kl. 14:25

14 Smámynd: Þorsteinn Sverrisson

Ég er búinn að lesa báðar bækurnar.  Fannst Rimar hugans mjög góð en náði ekki sambandi við Himnaríki og helvíti. Fannst hún einhvernveginn vera svona stenfnulaus eftir miðju.  Láttu okkur vita þegar þú ert búin með hana.

Þorsteinn Sverrisson, 31.1.2008 kl. 18:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hér slettir Helga skyrinu...

Höfundur

Helga R. Einarsdóttir
Helga R. Einarsdóttir
Netfang: hresk@mi.is

Færsluflokkar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • DSCF2187
  • DSCF2186
  • DSCF2180
  • DSCF2214
  • DSCF2208

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.7.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 197619

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband