Að gera (frétta) mönnum mishátt undir höfði

Mér datt það í hug í kvöld þegar ég var að horfa á fréttirnar. Gísli fréttamaður á Vesturlandi var að segja fréttir af vandræðum fiskvinnslunnar á Akranesi. Hann er góður í því, að segja frá hinu og þessu sem gerist vestur á landi. 

Þá varð mér auðvitað hugsað til "Laugardagslaganna". Þar fær þessi ágæti fréttamaður tækifæri til að spreyta sig á öðru sviði, en það finnst mér bara ekki fara honum neitt sérlega vel, hann passar ekkert við gólin í henni Ragnhildi Steinunni. Eða er það hún sem ekki passar þarna? Hefði kannski átt að finna einhverja settlega konu úr Kjósinni til að vera með Gísla? Það getur vel verið. En af hverju fékk Gísli einn þetta tækifæri, en ekki til dæmis Magnús Hlynur? Það hefði alveg mátt búa til þátt fyrir hann líka.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Úff, gæti ekki horft á heilan þátt með Magnús Hlyn í "aðalhutverki". Finnst hann alveg einstaklega leiðinlegur sjónvarpsmaður.

Ása Ninna Katrínardóttir (IP-tala skráð) 28.1.2008 kl. 20:00

2 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Sona - sona, hvaða æsingur er þetta, engar persónulegar árásir hér.  Ég saði nú bara svona af því hann er nærtækastur. En ég held nú reyndar að það væri varla hægt að gera þessi laugardagskvöld mikið leiðinlegri.

Nú veit ég hvað á að gera til að plata ný andlit á skjáinn! 

Helga R. Einarsdóttir, 28.1.2008 kl. 20:10

3 identicon

Passið á ykkur "munninn".

Ég skil þig og Laugardagslögin er leiðinlegur þáttur en það er ekki Gísla eða Ragnhildi að kenna heldur lögunum sjálfum. 

mýrarljósið (IP-tala skráð) 29.1.2008 kl. 19:31

4 Smámynd: GK

Hann er nú huggulegur hann Gísli...

GK, 31.1.2008 kl. 01:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hér slettir Helga skyrinu...

Höfundur

Helga R. Einarsdóttir
Helga R. Einarsdóttir
Netfang: hresk@mi.is

Færsluflokkar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • DSCF2187
  • DSCF2186
  • DSCF2180
  • DSCF2214
  • DSCF2208

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.7.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 197619

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband