Á að fara á blótið?

Svona spurði einn vinnufélagi okkur þegar verið var að tína lausa hluti og veggjaskraut úr anddyrinu í skólanum í gær. Blótið er nefnilega í íþróttahúsinu sem hefur sameiginlegt anddyri með okkur í skólanum.  Neei - eitthvað var nú lítið um að við skólafólk ætluðum á blótið. Ekki einu sinni þú? - sagði hún og benti á mig.  Nei - ekki einu sinni ég svaraði ég,  þó ánægð með, að því er virtist, óbilandi trú hennar á mér í þessum efnum.

Í þetta sinn förum við ekki á blótið. Fórum í fyrra og förum kannski næsta ár, en ekki núna. Að fara á blót, hefur fyrir mig þann eina tilgang að hitta fólk og skemmta mér með góðu fólki. Þarna koma margir sem ekki eru úti á lífinu daglega, burtflutt fólk kemur gjarnan til að sjá gamla kunningja og vini. Fólk á öllum aldri, og einkennandi er að þarna er aðallega fólk sem þekkist. Sem hefur lengi átt hér heima og ætlar sér ekkert að fara. 

En svona samkoma væri alveg jafngóð þó þar væri enginn þorramatur fram borinn. Þessi spurning: "Borðarðu þorramat"? finnst mér alltaf jafn undarleg. Þorramatur er ekki bara súrt og kæst. Ég tel mig borða þorramat, þar sem ég borða hangikjöt og uppstúf, svið og rófustöppu, síld og harðfisk, flatkökur og rúgbrauð með smjöri.   Allt þetta stendur mér til boða á þorrablótum svo ég get alveg svarað játandi. En þennan mat get ég líka fengið mér alla daga heima ef mér sýnist svo. Spurningin er líka held ég frekar ætluð til að komast að hvort fólk borðar súrt og kæst, feitt og úldið. það geri ég ekki.

Af hverju er ekki spurt á vorin "borðarðu grillmat"? Ég gæti alveg svarað því játandi, en kannski sagt að ég væri ekki mjög spennt fyrir pylsunum.

Heima hjá mér í sveitinni, fyrir tíma kæliskápanna, var alla vetur tunna frammi í geymslu þar sem í var slátur í "súr" eins og sagt var.  Slátur var tekið á hverju hausti af því það var ódýr og hollur matur. Engin ósköp þó, það var ekki hægt að geyma mikið af nýmeti og sviðin voru víst soðin og borðuð sem fyrst. Þegar búið var að fylla upp í sláturkeppina voru þeir settir í bala ( járn) og hann svo í hverinn þar sem soðið var. 

Eftir suðuna var slátrið sett í tunnuna í geymslunni og  svo notað fram eftir vetri. Með hafragrautnum á morgnana eða grjónagrautnum á laugardögum. Ég var aldrei spennt fyrir því. Súr matur var einfaldlega ónýtur fannst mér.

Mjólkina sóttum við í brúsa, daglega, upp að Hvammi. Á veturna gekk ágætlega að geyma hana, í búrinu við opinn glugga. Stundum krapaði í brúsanum.  En sumartíminn var erfiðari, hvergi hægt að halda almennilega köldu og hún vildi þá súrna.  Staðin mjólk með rjómakekkjum og súrbragði var það versta sem gat komið fyrir væru mér boðnar góðgerðir á öðrum bæjum. En þá var útilokað að leifa eða láta á nokkru  bera. Við fengum víst ísskapinn heima um 1960. Það var ekki fyrr en rafmagið var lagt í sveitina. Mótorinn sem áður var notaður í allmörg ár dugði víst ekki nema til "eldunar og ljósa" eins og sagt var. Enda var hann kallaður ljósamótor.

"Rafmagnskallarnir" voru eftirminnileg innrás í sveitina, Stór hópur af frískum strákum sem höfðu aðsetur í salnum hjá skólanum. Flestir voru þeir held ég frá Eyrarbakka, eins og "símakallarnir" höfðu verið áður. Þetta verk, að leggja rafmagn í sveitina tók nokkuð langan tíma, kannski tvö, þrjú eða fjögur ár og það voru skemmtilegir tímar.     Einskonar "ástandsár" í sveitinni.  Ég var þá bara fjórtán eða fimmtán ára svo það var eins með þetta og sitthvað annað , ég missti af því, en gaman var að fylgjast með álengdar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: GK

Eigi kann eg að meta súrmeti.

GK, 26.1.2008 kl. 21:43

2 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Enda enginn heft áhuga fyrir að kenna þér það. kv.

Helga R. Einarsdóttir, 26.1.2008 kl. 21:45

3 Smámynd: GK

Jú, ég er greinilega heima. Ég fer í nótt að taka upp gólfið af þorrablótinu...

GK, 26.1.2008 kl. 21:56

4 identicon

Kvitt fyrir mig.

Ása Ninna Katrínardóttir (IP-tala skráð) 26.1.2008 kl. 22:48

5 identicon

Hvern hittir maður á 500+ manna samkomu?

mýrarljósið (IP-tala skráð) 27.1.2008 kl. 13:42

6 Smámynd: Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu...

Ég borðaði allt nema súrt og líka lambasteik. Bjössi Brink  ? bað að heilsa+Stebbi kokkur+fjöldinn allur af skemmtilegu fólki, ykkar var sárt saknað. Hitti alla sem mig langaði að hitta, nema Hröbbu .

Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu..., 27.1.2008 kl. 17:40

7 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Æjji - Guðbjörg - þetta var nú óþarfi. Nú fer ég að velta mér uppúr því að ég hefði nú átt að fara frekar en að valda öllu þessu góða fólki vonbrigðum. kv.

Helga R. Einarsdóttir, 27.1.2008 kl. 18:00

8 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Takk samt.

Helga R. Einarsdóttir, 27.1.2008 kl. 18:00

9 identicon

Maður er alltaf að missa af einhverju með því að vera svona hvumulegur.

mýrarljósið (IP-tala skráð) 27.1.2008 kl. 21:32

10 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Ýmislegt þekki ég nú og hef fengist við, en þetta tungumál sem "ljósið mitt" talar núna er eins og frá annarri plánetu fyrir mér.  En rétt er það, ef ég reyni samt að þýða. "Ef maður mætir ekki þar sem fjörið er, missir maður af svo mörgu". Gæti það ekki verið einhvernvegin svona á íslensku? Við látum þetta ekki henda oftar, næsta ár verðum við fyrstar á staðinn, með fullskipað lið. kv.

Helga R. Einarsdóttir, 27.1.2008 kl. 22:04

11 identicon

Jahh, mér þætti gaman að sjá það!!!!  he he

Helga litla (IP-tala skráð) 28.1.2008 kl. 13:32

12 identicon

Hefur þú aldrei heyrt tekið svona til orða? 

Þetta er reyndar orðatiltæki í minni móðurætt og mikið notað hjá okkur frænkunum þegar við þurfum að leggja áherslu á ákveðin atriði.  

mýrarljósið (IP-tala skráð) 29.1.2008 kl. 19:27

13 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Nei, ég hef aldrei heyrt þetta, enda hefur þú þá víst ekki verið að tala við mig með áherslum. En veistu nokkuð hvaða upphrópun þetta er í þeirri "litlu"?

Helga R. Einarsdóttir, 29.1.2008 kl. 21:59

14 identicon

He he.. ég skal svara þessu... Mamma skildi það!!!

Mér þætti sem sagt gaman að sjá mömmu verða fyrsta á næsta þorrablót ;o)

Helga litla (IP-tala skráð) 30.1.2008 kl. 09:31

15 Smámynd: GK

Þú misstir ekki af neinu móðir mín. Það voru allir sauðdrukknir og röflandi þarna ;)

GK, 31.1.2008 kl. 01:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hér slettir Helga skyrinu...

Höfundur

Helga R. Einarsdóttir
Helga R. Einarsdóttir
Netfang: hresk@mi.is

Færsluflokkar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • DSCF2187
  • DSCF2186
  • DSCF2180
  • DSCF2214
  • DSCF2208

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.7.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 197619

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband