Ekki í kot vísað

Ég heyrði í fréttum gærdagsins talað um " að íbúar á höfuðborgarsvæðinu gætu lent í því að vera sendir upp á Akranes eða Keflavík, eða jafnvel austur á Selfoss til að leggjast á sjúkrahús". Mikil ósköp og skelfing!  Áratugum saman hefur utanborgar fólkið þurft að fara til Reykjavíkur á sjúkrahús, margir legið þar vikum saman, og sumir jafnvel ekki komist aftur lifandi heim. En svona hefur þetta verið, ekki um annað að ræða og þá er bara að taka því. Nú getum við kannski búist við bættum aðstæðum og betri þjónustu í heimabyggð - ef það fyllist þá ekki allt af "vestanfjallsfólki".   Til hamingju Suðurland.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já það er náttúrulega hræðilegt að vera fluttur ALLA þessa leið! Piff...

Ása Ninna Katrínardóttir (IP-tala skráð) 24.1.2008 kl. 20:56

2 Smámynd: Josiha

Já og pældu í aumingja fólkinu í Reykjavík sem þarf að fara ALLA LEIÐ á Selfoss - yfir HEIÐINA og allt! Það er alveg heilt fjall sko! Og alveg rosalega langt ferðalag! Úff maður. Ég held að ég verði að fara að biðja fyrir vesalings fólkinu, sem gætu lent í þessum ósköp.

Josiha, 24.1.2008 kl. 22:09

3 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Nú er ég búin að reyna þrisvar að skrifa en ýti bara á space takkan hvað sem hann heitir á íslensku og er komin aftur í stjórnborðið mitt. það er óttlegt rugl á blogginu og maður kemst seint inn aftur. Ég þori varla að gera stóra stafi.

Ég ætlaði að segja að ég var send á sjúkrahúsið í Keflavík fyrir 12 árum og mikið leið mér þar vel.  

Jórunn Sigurbergsdóttir , 25.1.2008 kl. 15:47

4 Smámynd: GK

Bilsláin = Speis takkinn

GK, 26.1.2008 kl. 12:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hér slettir Helga skyrinu...

Höfundur

Helga R. Einarsdóttir
Helga R. Einarsdóttir
Netfang: hresk@mi.is

Færsluflokkar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • DSCF2187
  • DSCF2186
  • DSCF2180
  • DSCF2214
  • DSCF2208

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.7.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 197619

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband