Ætti ég ekki að hafa áhyggjur?

Alla vega  er ég svolítið hugsandi út af þessu öllu. Eða kannski ekki út af því, heldur af mínu eigin kæruleysi.

Ætti ég ekki að vera áhyggjufull út af þessu brölti í borgarstjórninni? Svei mér þá, ég er eingöngu fúl út af því að ekkert sé skemmtilegra í fréttunum.

Ætti ég ekki að hafa áhyggjur af peningamarkaðnum? Öll bréf á útsölu og bankar að hugsa sinn gang. Bréf hafa hingað til ekki flækst fyrir mér, nema þá helst sendibréf sem eg ætti að skrifa vinum og vandamönnum.

Ætti ég að hafa áhyggjur af honum Bobbý, eða arfinum?  Ég held ekki. Hann er vel kominn upp í Laugardælum, "á bökkum Ölfusár", eins og þeir segja í fréttunum. Vita ekkert að golfvöllurinn er á milli. Og hann hefur varla átt svo mikla peninga að taki því að telja þá.

Ætti ég að hafa áhyggjur af því að Ólafur Ragnar er í útlöndum að kynna land, þjóð og landkosti, án þess að spyrja Sollu hvað hann megi segja?  Nei engar áhyggjur af því, hann kann vel að koma fyrir sig orði og er miklu betri í útlensku en pólitíkusar á Íslandi yfirleitt.

Ætti ég að hafa áhyggjur af handboltanum? Þýðir ekki neitt, hvað ætli sé hægt að ætlast til að þessi strákagrey ráði við lið frá milljónaþjóðum. Klöppum þeim á bakið þegar þeir koma heim og verum góð við þá. Þeir gera eins og þeir geta. 

Ætti ég að hafa áhyggjur af því hvernig framsóknarmenn nota búsáhöldin sín, eð hvernig þeir eiga að halda í við sig svo þeir komist í fötin "sín"? Æææi - hann Guðni getur bara haft áhyggjur af því, hann kemst vel yfir það.

Ætti ég að hafa áhyggjur af geðheilsunni hjá fréttamönnum sjónvarps?

Ég er ekki frá því. Það er alveg einkennilegt hvað þeir virðast alltaf vera vondir og tæpir á skapinu. Alveg sama hvort þeir tala við gamlan borgarstjóra, nýjan borgarstjóra eða væntanlegan borgarstjóra, það er alltaf þessi óskemmtilegi skammartónn í þeim, hvort sem þeir heita Sigmar eða Helgi - eða bara hvað sem hann heitir. Þarf þetta alltaf að vera svona "skammarlegt"?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

Hef ekki áhyggjur en þetta pirrar mig líkt og snjómoksturinn á götum bæjarins (þó aðallega Klettahlíð í 810)

Hef heyrt að þetta sé ekki skömminni skárra í 800 nema gatan sem vegagerðin mokar

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 22.1.2008 kl. 20:58

2 Smámynd: Josiha

Nei ekki hafa áhyggjur  - allavega ekki af handboltanum! Skil bara ekki hvernig þjóðin getur gjörsamlega misst sig yfir jafn fáránlegri íþrótt eins og handboltinn er *hristi haus*

Josiha, 22.1.2008 kl. 22:27

3 identicon

Hafðu bara engar áhyggjur af neinu, það er ekki hollt.

Ása Ninna Katrínardóttir (IP-tala skráð) 23.1.2008 kl. 00:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hér slettir Helga skyrinu...

Höfundur

Helga R. Einarsdóttir
Helga R. Einarsdóttir
Netfang: hresk@mi.is

Færsluflokkar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • DSCF2187
  • DSCF2186
  • DSCF2180
  • DSCF2214
  • DSCF2208

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.7.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 197619

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband