22.1.2008 | 18:35
Hvar er litli sæti traktorinn?
Ég bara get ekki látið vera að jagast svolítið. Og reyndar finnst mér bara nokkuð meinlaust þó ég geri það. Það eru örugglega verri glæpir framdir í samfélaginu þessa dagana, meira að segja hef ég heyrt að verið sé að læðast aftan að fólki og stinga það í bakið. En það er nú víst meira fyrir vestan heiði.
Það sem ég ætla að jagast yfir er færðin á götunum hérna.
Ég veit vel að það hefur snjóað mikið, þess vegna er nú öll þessi ófærð. En að gangstéttarnar við Rauðholt hafi ekki fengið eina einustu heimsókn af litlu traktorstíkinni með snjótönnina, þykir mér alveg með ólíkindum. Það er eitthvað að. Ég las það á vef bæjarins að umferðar, og tengigötur væru látnar sitja fyrir, það bara er ekkert að marka. Gangstéttir eru báðu megin við þessa miklu umferðargötu, og verður að vaða fönnina í klof á þeim báðum. Maður gæti haldið að þeir sem eiga að stýra hreinsuninni þekki bara hreint ekkert til í bænum og viti ekki hverjar umferðar og tengigöturnar eru? Getur það verið? Eða er kannski búið að henda litla sæta traktornum?
Um bloggið
Hér slettir Helga skyrinu...
Tenglar
Barnabörnin
Dritarar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.7.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 197619
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Og ég óskaði mér gúmmístígvéla í dag.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 22.1.2008 kl. 18:50
Veru eins og ég skipulagðari í að moka götur bæjarins og betri en þeir sem eiga að sinna því
Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 22.1.2008 kl. 20:54
Já Hulda, kannski er ég á rangri hillu. kv.
Helga R. Einarsdóttir, 22.1.2008 kl. 21:03
Ekki í minni götu, svo mikið er víst enda ekki í tengigötu. Gott að vera leggjalangur í svona færð.
mýrarljósið (IP-tala skráð) 22.1.2008 kl. 22:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.