19.1.2008 | 09:51
Það er svo mikið af öllu
Í seinni tíð hefur komist á sú hefð hjá himnaföðurnum að gefa okkur allt of mikið af öllu, hann kann sér ekkert hóf. Í sumar var alveg endalaust sólskin, í haust rigning svo undrum sætti,
og svo núna, snjór sem ætlar allt að kaffæra. Hann hefur alveg gleymt þessu "að allt sé best í hóf". Og það snjóar enn!


Um bloggið
Hér slettir Helga skyrinu...
Tenglar
Barnabörnin
Dritarar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.7.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Vá, flott grýlukerti!
Ása Ninna Katrínardóttir (IP-tala skráð) 19.1.2008 kl. 10:15
Váááá flott!
Josiha, 19.1.2008 kl. 12:51
Já, hann snjóar enn, og nú er konan mín að bjóða mér út í skemmtigöngu í éljakófi (of mikið að segja hríðarbyl), það er hennar hugmynd um skemmtilega útiveru!
Sem almennilegur eiginmaður ætla ég að þiggja boðið. Á ágætis snjógalla og treysti því að hún komi mér í hús aftur.
Samkvæmt kenningu þinni um ofgnótt himnaföðurins léttir ekki þessum snjógangi fyrr en eftir páska. Þá verður nú orðið djúpt á einhvers staðar.
Kv. í bæinn.
Sigurður Hreiðar, 19.1.2008 kl. 13:55
Flottar myndir.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 19.1.2008 kl. 20:29
Siggi Hreiðar - það vill til að páskarnir eru óvenju snemma í ár. kv.
Helga R. Einarsdóttir, 19.1.2008 kl. 20:38
Himnafaðirinn hlýtur að vera sannur Íslendingur, allt of mikið af öllu
Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 19.1.2008 kl. 22:05
Já, þetta er alltsaman komði út í öfgar hjá honum Gvuði.
GK, 20.1.2008 kl. 23:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.