Enn á gangi

Og allt í lagi með það. Ég er búin að komast að því að með þessum göngum get ég lært að þekkja fólk. Allt fólkið sem hefur flutt í hverfið síðustu ár. Í húsin sem einu sinni voru "húsið hans Óla, eða Begga eða Bjarna".

Þarna á nú heima eitthvert fólk sem ég þekki ekki neitt. Auðvitað er þetta óviðunandi til lengdar en ég var eiginlega búin að sætta mig við að fá ekkert að vita um þessa nýju nágranna fyrr en ég væri orðin "öldruð" og hætt að vinna. Þá gæti ég farið að rölta á milli húsa í heimsóknir og kynna mér íbúana. Reyndar eins víst að þá verði búið að skipta út einu sinni enn og aftur. Þetta blessað nýja fólk tollir einhvernvegin miklu verr en það sem var hér í upphafi. Það bara byggði sín hús og var í þeim þangað til það dó, svo einfalt var það nú. En nútíma fólk er alltaf á einhverju flakki.

DSCF6179DSCF6181DSCF6187DSCF6196En í dag og í gær hef ég sem sagt orðið bara þó nokkru fróðari. Fyrir utan nokkur hús hef ég rekist á íbúana. Suma með skóflu í höndum, eða bara hundinn í bandi. Einstaka bara standandi í miðjum skafli biðjandi Guð um hjálp. En hvað sem það var að gera, fékk ég tækifæri til að kynnast því aðeins hver á heima hvar og vonandi verður bara meiri snjór eitthvað áfram svo ég fái fleiri að sjá. Ég kunni nú ekki við að taka myndir af þessu fólki, ekki svona við fyrstu kynni, en tók samt nokkrar, bæði á leið að heiman og heim.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Josiha

Hahahahaha.... þetta var skemmtilegt blogg!

Gummi vill koma því á framfæri að hann sér þig alveg fyrir sér að taka myndir af ókunnugu fólki, í sköflum, á meðan þú spyrð það spjörunum úr

Josiha, 17.1.2008 kl. 18:06

2 identicon

Vá, mig langar út í garð hjá þér að búa til snjókall!

Ása Ninna Katrínardóttir (IP-tala skráð) 17.1.2008 kl. 19:20

3 identicon

Þetta var laglegt hjá þér og mín bara ánægð með snjóinn.

Eru þessir nágrannar þínir aldrei úti? (mínir ekki heldur, svo hefur maður ekki undan að bjóða nýtt fólk velkomið.  Ég fer nú að hætta að nenna því).

mýrarljósið (IP-tala skráð) 17.1.2008 kl. 19:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hér slettir Helga skyrinu...

Höfundur

Helga R. Einarsdóttir
Helga R. Einarsdóttir
Netfang: hresk@mi.is

Færsluflokkar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • DSCF2187
  • DSCF2186
  • DSCF2180
  • DSCF2214
  • DSCF2208

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband