Ég held ég gangi heim

Það er nú bara einu sinni besta forvörnin. Ég fór í vinnuna í morgun, kát og frekar glöð á mínum fjallabíl. Þá var ekkert farið að moka og er eiginlega ekki enn. Bara braut í gegnum fjölförnustu götur. Bílaplanið sem ég nota var fullt af snjó, en ég bara gaf í og sigldi í þessu fína hvíta dufti eftir því endilöngu og tók svo stóran sveig inní stæðið. Glæsilegt. Reyndar sá ég ekkert nema hvítt, og þó jú, ég sá íþróttahúsið, annars hefði ég keyrt á það.

Svo vann ég og vann og það snjóaði og snjóaði. Þegar kom að heimferð sá ég bara hvíta þúst þar sem ég skildi við bílinn og á planinu var orðinn miklu meiri snjór. Ég ákvað að vera ekkert að grafa eftir þessum bíl, örugglega myndi ég hvort sem er festa hann á fyrstu metrunum. Tók á mig viðeigandi verjur og gekk mína leið.

En auðvitað varð að koma þessum fína bíl heim fyrir nóttina og helst í hús. En það fór eins og mig grunaði, "það er ekki laust sem skrattinn heldur", eða er það annars ekki einhver málsháttur? Þrja bíla og tvö slitin tóg þurfti til að ná honum úr stæðinu sem ég valdi fyrir hann í morgun(að vísu af handahófi). En heim er hann kominn og inn í skúr, þökk sé Jóni Þór og Lalla. En ég ætla að fara á fæti í vinnuna á morgun - og næsta dag og þar næsta. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Morten Lange

Hljómar eins og fínasti gönguskíðaveður !    Það hefði virkað vel nú á dögum líka í neðribyggðum Reykjavíkur ef það hefði ekki verið búið að ryðja svona duglega

Morten Lange, 15.1.2008 kl. 19:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hér slettir Helga skyrinu...

Höfundur

Helga R. Einarsdóttir
Helga R. Einarsdóttir
Netfang: hresk@mi.is

Færsluflokkar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • DSCF2187
  • DSCF2186
  • DSCF2180
  • DSCF2214
  • DSCF2208

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband