11.1.2008 | 16:31
Rollubúskapur og rekstrarferðir á Hrunamannaafrétt
Fimmti kafli:
Á leiðinni heim úr rekstrarferðum kenndi Geiri okkur allt sem hann taldi okkur þurfa að vita um hesta og reiðmennsku. Hvernig setið skyldi í hnakknum, taumhaldið í lagi og hvernig skyldi haga sér í áningarstað. Hver einasti hestur var sérstakur og þess vegna varð að umgangast hvern og einn á sinn hátt.
Það var endalaust hægt að segja okkur til og Geiri var ólatur við það.
Á haustin, um réttir, þegar ég þurfti að fara á móti safninu, sem ég gerði alltaf, fékk ég oftar en ekki orð frá Hrafnkelsstöðum um að þar biði mín hestur sem þyrfti að hreyfa. Og ekki bara þá - það biðu mín alltaf hestar á þeim bæ.
Í leiðinni heim frá rekstrum var komið við á bæjum, eiginlega flestum bæjum í uppsveitinni. Oft voru margir samferða á heimleið. Við komum í gamla bæinn í Tungufelli til Jónínu, Jóns og Óla. Þar fengum við kaffi kökur og kleinur, við krakkarnir þó líklega mjólk og karlarnir útí kaffið.
Á Jaðri, hjá Bergi, fékk ég í fyrsta sinn á ævinni kaffi og koníak, þá var ég þó líklega orðin eitthvað meira en krakki. Ég man bara að mér hitnaði rosalega af þessu, en ekki held ég mér hafi fundist það sérstaklega gott. Maður bara hafnaði ekki því sem manni var boðið á bæjunum.
Við komum líka að Haukholtum og Skipholti, varla þó á alla þessa bæi í sömu ferðinni, en það var sama hvar var, ekkert var of gott fyrir gestina.
Að Kotlaugum hjá Völu og Sigga var gott að koma og riðum við þar sjaldan hjá garði án þess að líta inn. Það var einstaklega gaman að sitja á kantinum og hlusta á bændurna spjalla sín á milli um kindur og hesta, tíðarfarið ,sprettuna og búskapinn yfirleitt. (Hvers konar unglingur var ég eiginlega?)
Oftast var komið heim um kvöld á öðrum degi, misjafnlega snemma, en oftast svolítið seint - töluvert seint. Þegar heim var komið lá ekkert fyrir annað en að fara í háttinn, svo það var þá jafn gott að koma við á einum bænum enn, þangað til kominn væri almennilegur háttatími. Oftast höfðum við vakað nærri tvo sólarhringa þegar loksins var lagst fyrir, en það var ekkert erfitt eftir að komið var í gegnum afréttarhliðið á inneftirleið. Þetta var allt svo dæmalaust skemmtilegt að það var ekkert mál.
Sögulok.
Um bloggið
Hér slettir Helga skyrinu...
Tenglar
Barnabörnin
Dritarar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.7.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Meeee
Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu..., 11.1.2008 kl. 18:28
Hverskonar unglingur. Áhugasamur og viljugur.
Góð grein og ég sem hétl allaf að þetta væri sama greinin og síðast þegar ég sá þetta í stjórnborðinu mínu.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 11.1.2008 kl. 19:28
Ég hef hvað eftir annað rekið mig á það með unglinga að þegar þeir eru teknir með eins og fólk, eða amk. ekki ýtt til hliðar af því þeir eru „bara“ unglingar, þykir þeim áhugavert og gaman að vera með. Þess konar unglingar eru raunar algengastir, að mínu mati.
Annað sem þú færð plús fyrir, Ammatutte: Þú notar rétt nöfn á fólk og staði. Tvær minningabækur/þroskasögur sem komu út á bók núna á nýliðnu ári gera það ekki, Land þagnarinnar eftir Ara Trausta og Sögur úr Síðunni eftir Böðvar Guðmundsson. Báðar eru bækurnar læsilegar og upp í skemmtilegar, en þó þær séu að nafninu til skáldsögur angrar mig að þar eru manna- og staðanöfn tilbúningur/útúrsnúningur.
Kv. í bæinn
Sigurður Hreiðar, 12.1.2008 kl. 10:32
Glæsilegt. Takk fyrir bréfið
Kristín G. (IP-tala skráð) 12.1.2008 kl. 17:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.