Hvað er uxi?

Ég held að ég sé orðin eitthvað biluð - eða hvað? Í síðdegisútvarpinu var talað við mann sem hafði verið á Indlandi, eitthvað að gera í sambandi við leiklist og sögur. Hann sagði meðal annars  Indverjunum söguna af Búkollu og þar með var talið komið að heilögu kúnum á Indlandi. Hann var að lýsa því hvað þær væru háheilagar og sagði í því sambandi að "þeir notuðu miklu frekar mjólkina úr uxunum og notuðu þá til verka, kýrnar væru svo heilagar að af þeim væri einskis krafist nema bara að vera til". Getur þetta verið? Ég bara spyr eins og fávís kona - hvað er uxi?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Eitthvað hafa þeir tuttlað úr eina spena uxans annað en mjólk. Annars er uxi gelt naut.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 10.1.2008 kl. 18:51

2 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Þetta hélt ég.

Helga R. Einarsdóttir, 10.1.2008 kl. 19:20

3 identicon

Ég sperrti líka eyrun þegar é heyrði þetta og ekki langar mig í uxamjólk.

mýrarljósið (IP-tala skráð) 10.1.2008 kl. 20:09

4 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Já, við þetta verður maður huxi…

kv. í bæinn

Sigurður Hreiðar, 10.1.2008 kl. 23:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hér slettir Helga skyrinu...

Höfundur

Helga R. Einarsdóttir
Helga R. Einarsdóttir
Netfang: hresk@mi.is

Færsluflokkar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • DSCF2187
  • DSCF2186
  • DSCF2180
  • DSCF2214
  • DSCF2208

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband