Er ekki að verða komið nóg?

Eins og gaman er að horfa á fallega flugeldasýningu og skotviðburði hverskonar, er nú orðið ljóst að öllu má ofgera. Það byrjaði á annan í jólum, eins og reyndar oftast á þeim degi, strákar þurfa alltaf að gera ákveðanar athuganir og forprófanir á svona skoteldum.En allt frá því hefur linnulaus skothríð dunið hér yfir austurbæinn. Með ákveðnu hámarki á gamlárskvöld og aftur nú í kvöld með óvenju flottri sýningu, en eftir hana dró ekkert úr, eiginlega síður en svo.

Ætli þeir sem selja góssið séu skyldaðir til að senda allt óselt til himna fyrir miðnætti? Maður gæti alveg ætlað það. Ég tel mig vera á besta aldri og allgóða á taugum og mínir nánustu eru meira að segja miklir aðdáendur sprenginga hvers konar. En nú er svo komið að talað er um að þetta sé orðið gott, enda enginn leikur fyrir áhugamenn að fylgjast með sýningu sem fer fram í öllum fjórum höfuðáttum. Það tekur á að hlaupa svona glugga úr glugga, út á tröppur og jafnvel lengra. Hreint ekkert grín. Og svo er nú bara að koma svefntími hjá vinnandi fólki.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mikið er ég sammála þér! Þetta var einum of mikið í gær, allavegana alltof lengi frameftir.

Kveðja, Berglind

Berglind (IP-tala skráð) 7.1.2008 kl. 11:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hér slettir Helga skyrinu...

Höfundur

Helga R. Einarsdóttir
Helga R. Einarsdóttir
Netfang: hresk@mi.is

Færsluflokkar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • DSCF2187
  • DSCF2186
  • DSCF2180
  • DSCF2214
  • DSCF2208

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband