Auglýsendur geta bara séð um skaupið?

Gleðilegt nýár er gengið í garð og verður okkur vonandi öllum gott.

Ég tók í gærkvöldi þátt í öllu sem á að gera á gamlárskvöldi. Var boðið í mat og fékk þar gott að borða - og mikið.  Sprengingar  og ljósagangur fóru ekki framhjá mér, og svo var það skaupið.

Ég er ekki fær um að meta hvort það var gott eða vont, ég man ekki eftir neinu sérstöku atriði, en mér leiddist samt ekkert.

Það hafði áður verið mikið talað um auglýsingar og skaup og það sem mér fannst einkenna þennan klukkutíma, eða svo sem ég var að fylgjast með, voru auglýsingarnar. Það var á stundum hreint ekki gott að átta sig á hvort var í gangi - skaup eða auglýsing.   Þess vegna datt mér í hug hvort ekki væri bara reynandi að láta auglýsendum það eftir að sjá um þennan tíma í dagskránni, sem skaupið hefur notað fram að þessu. Auglýsingar eru margar vel gerðar og jafnvel eins og lítil skemmtileg leikrit. Það mætti jafnvel gera úr þessu eins konar keppni á milli auglýsenda - hver á skemmtilegustu auglýsinguna á gamlárskvöld? Leikstjórar fengju vinnu, leikarar líka, bankar og fasteignasölur myndu borga fyrir þennan dýrmæta tíma og sjónvarpið fengi tekjur en ekki kostnað. Aðeins einn hængur á - útlánsvextir myndu sennilega hækka, og sölulaun - en er það ekki alltaf að hækka hvort sem er?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu...

Ég er viss um að sonur þinn myndi skora hátt í þeirri keppni... gerði það allavega hjá mér í gær. Hann hefði samt skorað hærra hefð'ann sjálfur hoppað ofaní baðið. Óvíst hvort neðri hæðin hefði orðið var við leka þá...hann er ekki svona holdgóður.

Takk fyrir síðast.

Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu..., 1.1.2008 kl. 17:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hér slettir Helga skyrinu...

Höfundur

Helga R. Einarsdóttir
Helga R. Einarsdóttir
Netfang: hresk@mi.is

Færsluflokkar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • DSCF2187
  • DSCF2186
  • DSCF2180
  • DSCF2214
  • DSCF2208

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband