Áramót í roki og kannski rigningu

En það skiptir engu máli. Þetta blessað ár 2007 verður ekki aftur tekið og ekki heldur verður komið í veg fyrir að árið 2008 "gangi í garð". Það er hægt að fresta brennum og skothríð, en áramótin verða þrátt fyrir það. Reyndar er búið að skjóta hér og sprengja samfellt síðustu daga svo við verðum bara hvíldinni fegin, ef Guð gefur svo mikið rok að ekki sé skotfært í nokkra klukkutíma.  Einn lítill bálköstur á síðkvöldi í Mýrinni finnst mér miklu fallegri en eitthver stærðar bál í roki og frosti með neistaflugið rjúkandi allt um kring. 

Ég strengi engin heit og hef aldrei gert. Samt er nú eitt og annað sem ég vonast til að geta gert á næsta ári. Allt er það frekar einfalt og ódýrt í framkvæmd svo mér ætti að takast það með góðum vilja. Sjáum hvað setur.

Ykkur öllum sem hér lítið við þakka ég samveruna á líðandi ári og vona að allt gangi ykkur í haginn á því næsta.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Gleðilegt nýtt ár.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 31.12.2007 kl. 16:36

2 identicon

Sæl frænka mín. Alltaf gaman að lesa pistlana þína.  Vonandi að þið eigið  öll eftir að eiga margar ljúfar stundir í Mýrinni og víðar. Mínar bestu óskir inn í nýja árið. Kveðjur

Gunný (IP-tala skráð) 31.12.2007 kl. 17:31

3 identicon

Gleðilegt ár!

Kristín G. (IP-tala skráð) 1.1.2008 kl. 08:38

4 Smámynd: Rannveig Bjarnfinnsdóttir

Gleðilegt nýtt ár Helga.  Eigðu gott ár 2008   Þú ert væntanlega ekki vöknuð þegar þetta er skrifað... eða ekki farin að sofa kannski hehe

Rannveig Bjarnfinnsdóttir, 1.1.2008 kl. 10:57

5 Smámynd: Josiha

Já,

Josiha, 1.1.2008 kl. 12:42

6 Smámynd: Josiha

Ohhh ég var ekki búin að skrifa kommentið!

En já, ég strengi sem sagt enginn heit heldur. En ég er búin að gera langan lista um það hvað ég ætla að gera á næsta ári. Til dæmis að flytja í húsið okkar, borða oftar fisk, lesa fleiri bækur, gera við gatið á náttbuxunum mínum o.s.frv. Mér finnst að allir eigi að hafa e-ð svona "plan" - hafa einhverjar væntingar til nýja ársins

Josiha, 1.1.2008 kl. 12:45

7 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Frábært - svona listar eru góðir og getur verið gaman að ráðast á þá og reyna að stytta. En þá verða líka að vera á þeim nokkur svona atriði eins og náttbuxurnar - sem er hæg að skella sér í að klára.

Gangi þér vel. kv.

Helga R. Einarsdóttir, 1.1.2008 kl. 13:10

8 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Gleðilegt nýár gott fólk, og þakka fyrir ánægjuleg samskipti á nýliðnu ári. -- Nýja árið gekk í garð hér í þokkalegu veðri en með miklum látum, sprengingum og ljósagangi. Sjálfur hætti ég að taka þátt í slíku fyrir nærri 20 árum því þá nýfædd dótturdóttir var svo skelfing hrædd við þetta, mas. stjörnuljósin. Enda eru nógir aðrir til að halda uppi merkinu og ef maður er sjálfur ekki þátttakandu gefst betri tími til að dást að þessu hjá öðrum.

Góð kveðja í bæinn

Sigurður Hreiðar, 1.1.2008 kl. 14:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hér slettir Helga skyrinu...

Höfundur

Helga R. Einarsdóttir
Helga R. Einarsdóttir
Netfang: hresk@mi.is

Færsluflokkar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • DSCF2187
  • DSCF2186
  • DSCF2180
  • DSCF2214
  • DSCF2208

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband