29.12.2007 | 13:05
Það hefur eitt og annað drifið á dagana
Alveg ótrúlegt hvað ég hef komist yfir að gera margt á þessum jólum. Ég fór eina ferð til útlanda, til að heimsækja skólann minn gamla í Guðbrandsdalnum. Alltaf er jafn gaman að koma þangað, en mér finnst skrýtið að hitta ekkert af fólkinu mínu frá fyrri tíð.
Ég var líka úti í skóla að kynna nýjum starfsmanni allt sem þar er að sjá. Það var þar fullt af krökkum og mötuneytið fullt eins og venjulega. Svo voru strákar í fótbolta á grasvellinum, veðrið var alveg ágætt.
Ég undirbjó líka stóra afmælisveislu, verst að ég vissi ekki hver varð hvað gamall, hélt fyrst að það væri ég sjálf, en svo gat það ekki passað, ég er svo ung. En brauðtertan átti að vera algerlega óviðjafnanleg, og krydd átti að vera hjá henni fyrir gestina til að bragðbæta eftir smekk.
Við hjónin fengum okkur líka húsbíl. Rosalega stóran og fórum í reynsluferð um bæinn. Þá var sól og blíða og ég sat framan á toppnum en hann ók. Verst að hann fór öfugu megin inn í Víðivellina og ók þannig til enda. En allt fólkið sem var í sólbaði í görðunum horfði líka hugfangið á þennan flotta húsbíl.
Svo var ég líka dagstund flugfreyja og var á leiðinni til Ameríku. Alveg ótrúlegt hvað margt þarf að snúast í flugstöðinni svona í leiðinni út. Mér hefur alltaf sýnst þessar stelpur bara spóka sig í gegn, dragandi töskurnar sem heita í hausinn á þeim, á háu hælunum dillandi sér á eftir flugstjórunum. En það er nú aldeilis eitthvað annað, ýmislegt þarf að gera áður en ferðin hefst.
Einu sinni rölti ég líka um götuna og fann þar skartgripi og góss af ýmsu tagi. Það geri ég reyndar svo oft og finnst það alltaf jafn gaman.
Já það er eitt og annað við að fást. Einhver mun víst undrast hvernig mér tekst að komast yfir allt þetta með heimilisstörfum og jólaboðum? Málið er bara að skipuleggja sig, "allt hefur sinn tíma", eins og presturinn sagði. Tímann til alls þessa fann ég daglega í morgunsárið á meðan aðrir ( og kannski ég) sváfu. Á milli sjö og tíu á hverjum morgni er tími fyrir svona nokkuð og ég nýtti hann vel.
Um bloggið
Hér slettir Helga skyrinu...
Tenglar
Barnabörnin
Dritarar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.7.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Vá þetta er þó nokkuð. Í morgun var ég við fyrstu íbúðina sem við áttum, nei ég meina foreldrar mínir. Ég var að hringja í Pálma í biluðum gemsa og allt gekk á afturfótunum. Ég hafði nefnilega týnt honum og hann kom ekki með mér í strætó. Þegar lest fór framhjá gömlu íbúðinni okkar í vesturbænum, vissi ég að mér var að dreyma hahah
Jórunn Sigurbergsdóttir , 29.12.2007 kl. 21:07
Ég var að horfa á sólarlagið úr eldhúsglugganum á Silfurtúninu um jólinn og sá að það var að koma eldhnöttur frá fjöllunum og ég reyndi að ná í neyðarlínuna.. en ekkert gekk.. Ég næ aldrei að hringja í síma í draumum sama hvað ég reyni.
Erla Björg (IP-tala skráð) 29.12.2007 kl. 21:21
Vá, það er brjálað að gera hjá ykkur!
Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu..., 30.12.2007 kl. 22:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.