Er kominn nýr bakaradrengur?

Í gær hringdi ég í bakaríið til að panta brauðið sem ég þarf að nota á Þorláksmessu. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem ég geri það og alltaf hef ég fengið fyrirtaks þjónustu.

Í þett sinn svaraði ungur maður í símann. Gaman, hugsaði ég, kannski kominn nýr "bakaradrengur".  Svo bar ég fram bón mína og sagði hvers konar brauð ég þyrfti að nota. "Við bökum ekki svoleiðis", sagði pilturinn. Haa - bakið ekki? Jú ég held nú það, "hvað heitirðu góði minn"? Hann sagði til nafns og var reglulega kurteis. en hann var ákveðinn í því að svona brauð væri aldrei bakað í þessu bakaríi. "Er hún Jóna þarna"? spurði ég og var kannski svolítið hvöss. Nei, hún var ekki þar.  Hann var víst aleinn í húsinu og ég varð bara að bjarga mér sjálf.

"Skoo -- þó þú vitir það ekki þá hefur svona brauð verið bakað í þessu bakaríi í meira en 30 ár, á hverjum þorláksmessumorgni, tvö fyrir mig og svo líka fyrir tvær aðrar konur, sem ég að vísu þekki ekki, en ég gæti örugglega fundið þær ef þyrfti.  Þær hafa sagt mér það stelpurnar að þetta sé ekki bara bakað fyrir mig eina.

"Ókey - ókey - ég skal skrifa pöntun (bara til að láta mig þagna) hvað sagðirðu að þetta héti"?  Hann mátti eiga það blessaður að hann var kurteis og virtist vel skýr í kollinum, skrifaði nú pöntun og merkti með nafninu mínu. Ég vona alla vega að hann hafi gert það, en ekki bara sagt svona til að losna við mig - kolvitlausa kerlingu sem notar síðustu dagana fyrir jólin til að gera önnum köfnu búðafólki lífið leitt. Það kemur í ljós fyrir hádegi á Þorláksmessu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Josiha

Ertu viss um að þú hafir ekki bara hringt í vitlaust bakarí? Eða jafnvel bara skakkt númer og drengurinn sem svaraði ákvað að spila með? Hehehe...

Annars vona ég að þú fáir brauðin þín! Svona fyrir aspas fólkið

Josiha, 21.12.2007 kl. 12:26

2 Smámynd: Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu...

Eins gott að það klikki ekki!

Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu..., 21.12.2007 kl. 13:51

3 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Ég myndi hringja aftur og t.d. við Jónu. Gleðileg jól

Jórunn Sigurbergsdóttir , 21.12.2007 kl. 20:08

4 identicon

Vonandi færðu brauðin!

Ása Ninna Katrínardóttir (IP-tala skráð) 21.12.2007 kl. 21:40

5 Smámynd: Josiha

En er til nóg af aspas?

Josiha, 21.12.2007 kl. 22:53

6 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Já Jóhanna - alla vega handa þér. kv.

Helga R. Einarsdóttir, 21.12.2007 kl. 23:53

7 Smámynd: Josiha

YES! Hlakka svo til að fá aspas!

Hehehe...

Josiha, 22.12.2007 kl. 01:54

8 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Spennandi saga!

Fróðlegt hvort þetta verður ný Saga af brauðinu dýra!

Gleðileg jól í bæinn

Sigurður Hreiðar, 23.12.2007 kl. 13:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hér slettir Helga skyrinu...

Höfundur

Helga R. Einarsdóttir
Helga R. Einarsdóttir
Netfang: hresk@mi.is

Færsluflokkar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • DSCF2187
  • DSCF2186
  • DSCF2180
  • DSCF2214
  • DSCF2208

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband