Hvað ef hún María hefði ekki komist í fjárhúsið - og hvernig stóð á að hún lenti þar?

Ég meina það - í alvöru, ef hann Jesú hefði nú bara fæðst einhversstaðar úti, í holtunum í kringum Betlehem? Kannski bara í skjóli við stóran stein - ætli það sé kalt þarna á þessum árstíma?   Hann hefði kannski aldrei fundist og ekkert orðið úr neinu.

Ala vega - í jólaguðspjallinu væri engin jata og ekkert þak yfir höfuðið. Engar rollur eða asnar og hreint ekki víst að vitringarnir hefðu rambað að einhverjum steini  þarna í hrjóstrugu og stórgrýttu holtinu - janvel þó einhver stjarna hefði verið þar á himni. 

En hvernig stóð þá á því að þau lentu þarna í fjárhúsinu? Var það ekki einhver sem vann á hótelinu, sem reyndi að leysa vandann eins og best hann gat?  Hótelið var pakkfullt, en af eintómri hjálpsemi og jákvæðni reyndi hann að bjarga því sem hægt var og vísaði á útihúsin. "Kristilegt hugarfar", myndi það heita núan, sem var auðvitað ekki til þá.

Svona hugarfar finnst mér því miður svo víða vanta núna. Að taka á málum og samskiptum á jákvæðan hátt. "Hvernig þet ég leyst þennan vanda og hjálpað"?           "Ég skal gera þetta, það munar mig engu". Í staðinn finnst manni meira um "Hvernig kemst ég nú hjá því að sinna þessu, eða "þetta er nú ekki í mínum verkahring, ekki fæ ég borgað fyrir það". 

Að "gera góðverk", er alveg ágætt og öllum hollt. En að ásetja sjálfum sér að leysa hvern vanda eins og best er hægt og komast sem oftast hjá því að segja nei - það er betra.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Takk fyrir komuna Hallgerður. Ég hef alltaf skilið þetta svo að "allir áttu að mæta til að láta skrásetja sig". Það var engra kosta völ og þýddi ekkert að senda bara Jósep með miða. Og það var bara að gerast þarna á þessum ákveðna tíma. Þess vegna var svona fullt á hótelinu, ef því að "allir" voru þar. Ef tekið yrði manntal á Íslandi með svipuðu móti myndum við sjálfasgt verða að mæta, kannski þar sem til dæmis er kjörstaður í hverri sveit.  Kannski , ef hún María hefði ekki mætt,  hefði hún bara verið "out"  og réttlaus með öllu. Hvað veit maður?

Helga R. Einarsdóttir, 20.12.2007 kl. 11:12

2 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Spurningin er hefur hugarfarið eitthvað batnað í 2 þúsund ár. Og þetta með fjárhúsið og það allt það þarf að vera helisagnasvipur á þessu og það kunnu þeir líka að gera í frumkrisni. Hvað er satt og rétt í sögunni vitum við ekki og það gerir ekkert til.  Gleðileg jól Hega mín

Jórunn Sigurbergsdóttir , 20.12.2007 kl. 12:05

3 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Stundum þótti bara alveg ágætt að fá að liggja í hlöðunni. Fjárhús ennþá betra -- það er yfirleitt hlýrra þar.

Kv. í bæinn

Sigurður Hreiðar, 23.12.2007 kl. 13:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hér slettir Helga skyrinu...

Höfundur

Helga R. Einarsdóttir
Helga R. Einarsdóttir
Netfang: hresk@mi.is

Færsluflokkar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • DSCF2187
  • DSCF2186
  • DSCF2180
  • DSCF2214
  • DSCF2208

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.7.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 197621

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband