Nú er ekkert í "pípunum"

Svona getur öllum förlast flugið. Ég er að vísu að melta það með mér hvort ég eigi að byrja á langri sögulegri skáldsögu, sem ég skrifaði fyrir einhverjum árum, eða ætti ég frekar að gefa frá mér "þrjá þætti úr uppsveitinni". Þeir gætu þó saman komnir orðið jafn langir og sagan. Ég var beðin að segja meira frá sveitamönnum og í öllum þessum fjórum þáttum koma þeir við sögu, ósköp meinlaust þó og ekki alltaf undir nöfnum.

Það er ekkert hægt að segja frá sveitungum sínum endalaust. Það sem maður man er kannski ekki það sem viðkomandi vill láta segja alþjóð, sem er mjög skiljanlegt.           Og svo er það síminn. Þetta kemur allt.

Nú veit ég. Í þessu yndislega desembervotviðri verður mér hugsað til stjörnubjartra kvölda á ísilagðri Litlu-Laxá. Við Garðs og Grafarbakkakrakkarnir fórum stundum langt upp eftir ánni á ísnum. Í allt vorum við 15 og oftast öll saman þegar farið var í svona ferðir. Við áttum aldrei skauta, en sleða drógum við gjarnan þar sem á sátu  þau minnstu eða lötustu. Það var alveg ótrúlegt hvað tunglið lýsti upp, við sáum allt í kring. Berghylsfjallið og ásana og reykinn sem steig upp af hverunum við hólmann. Það rauk svo mikið í frostinu. Ána lagði aldrei neðan við hólmann, þar var hveravatnið búið að hita hana svo.  Þegar frostið var mikið heyrðust brestir í ísnum eins og þungir dynkir, stundum langt að. Alveg ofan úr Hrunavelli. Brestirnir komu ekki endilega frá ánni, heldur eins þar sem land var blautt og hafði frosið. Það glitraði á ísbungurnar í Krókunum, þar höfðu lækjarsitrurnar komið undan brekkunum og hlaðist upp með frostinu og þar voru  nú stóra ísbunkar með hrjúfu yfirborði. Og það glitraði allt. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vá, þessi frásögn er ævintýri líkust!

Ása Ninna Katrínardóttir (IP-tala skráð) 17.12.2007 kl. 19:33

3 identicon

Já það er þetta með minnið. Er ekki sagt að engir tveir muni sömu atburðina eins.

T.d. er ég að rifja eitthvað upp og þá kemur önnur og segir: Var þetta svona? mér finnst endlega að það hafi verið .. svo kemur annað sjónarhorn af sögunni. Þá kemur kannske þriði aðili og segir: Hvaða vitleysa þetta var ekki svona, munið þið ekki eftir .. og svo kemur þriðja útgáfan.Mér finnast svona margar hliðar á sömu sögu óneitanlega afar merkilegar og fyndnar ekki hvað síst þar sem hver og einn er snnfærður um að sín útgáfa sé sú eina rétta. En frásagnirnar  þínar eru skemmtilegar Helga mín ég les þær mér til mikillar ánægju, sakna þeirra ef ekkert kemur lengi frá þér..  Jólakveðjur þarna suður á sléttuna.

Gunný (IP-tala skráð) 18.12.2007 kl. 10:08

4 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Takk Gunný. Mér er slétt sama þó einhverjir muni annað en ég, og reyndar geri ég mér alveg grein fyrir að víða í minum skrifum er frjálslega farið með staðreyndir ef einhverjar eru. Uppáhaldslesefnið mitt eru sögulegar skáldsögur = sögur sem eru til orðnar af einhverju sem einhverntíman gerðist - kannski, en síðan spunnið út frá því.  Gleðileg jól og góðar kveðjur.

Helga R. Einarsdóttir, 18.12.2007 kl. 22:25

5 Smámynd: Eyjólfur Sturlaugsson

Endilega að koma nokkrum sögulegum skáldsögum út.

Eyjólfur Sturlaugsson, 18.12.2007 kl. 22:54

6 identicon

Ég er sammála Guðbjörgu.. meira.. meira.. eða eins og plantan í Hryllingsbúðinni myndi segja.. gemmér..

Smá innskot.. mér þykir hann góður sá sem að er að segja frá flóðunum í Hvítá sem eru í gangi núna inn á mbl.is .. sýnir mynd af Ölfusá og brúnni frá því í fyrra í flóðunum í Ölfusá og skrifar svo fyrir neðan .. frá flóðunum í Hvítá í fyrra.. Greyið.. ekki vildi ég að sá maður væri í hjálparsveit að leita að mér fyrst að hann er svona áttaviltur " ég myndi aldrei finnast samkvæmt hans umfjöllun" og svo að láta þetta frá sér svona inn á Mbl 

Erla Björg, Vilberg og Emil (IP-tala skráð) 21.12.2007 kl. 11:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hér slettir Helga skyrinu...

Höfundur

Helga R. Einarsdóttir
Helga R. Einarsdóttir
Netfang: hresk@mi.is

Færsluflokkar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • DSCF2187
  • DSCF2186
  • DSCF2180
  • DSCF2214
  • DSCF2208

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.7.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 197621

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband