þegar jólin voru nærri því eyðilögð - og afmælisveislan líka - síðari hluti.

Morguninn eftir kvöddum við fólkið í húsinu og héldum niður á ferðaskrifstofu. Ekki varð sú för til fagnaðar. Ófærðin var sú sama og "enginn mjólkurbíll myndi leggja í hann í dag", sagði Bjartur og var víst ekkert áhyggjufullur vegna þess.

Æi- Guð, af hverju gerir þú okkur þetta?

Jólin eru alveg að koma heima í Garði og við sitjum hér föst. Á ferðaskrifstofunni, þar sem aldrei koma jól.   Ég fór út á tröppurnar, hallaði mér út yfir steypta handriðið og tárin hrundu ofaní snjóinn fyrir neðan.   En ekki gat ég látið eftir mér að grenja hástöfum, ég var ekkert smábarn lengur og þarna var allt fullt af fólki, ókunnugu fólki. Ég harkaði af mér og þurrkað tárin með erminni. 

Eftir nokkra umhugsaun fóru Stebbi og Gústa með okkur aftur yfir ána, til sama staðar og áður. Ekki held ég að sú endurkoma hafi vakið fögnuð innfæddra. Mér heyrðist einhver kvarta yfir því að það væri ömurlegt að sofa á gólfinu hjá ömmu og líka að einhver afmælisveisla gæti orðið eyðilögð.

Ég hélt mig að mestu uppi í herberginu og las. Örn var bara hinn kátasti úti að leika sér með strákunum. Það munaði um árið að hann hafði ekki vit til jafns við mig til að gera sér grein fyrir alvöru málsins.   Mér fannst stelpan ekkert skemmtileg og ég lét eins og ég sæi ekki þegar hún var að kíkja á mig um dyrgættina. Svo braut hún stól í frekjukasti.

Maðurinn lét okkur afskiptalaus, en konan var góð.   Fullorðna fólkið var alltaf að spila og hlægja, meira að segja Stebbi og Gústa hlógu, samt vissi ég að þau áttu mörg lítil börn heima í Götu.  Var þeim alveg sama þó þau væru alein á jólunum?

Það gerði dálitla glætu í myrkrið að við fréttum að pabbi og Jói í Hvammi væru að koma á Hvammsjeppanum að sækja okkur. En þeir festu hann austur í Flóa og urðu að ganga þaðan.  Þeir komu sér í gistingu í öðru húsi, en við vorum áfram þar sem við vorum komin. Svo ástandið var litlu betra en fyrr, kannski bara verra.    Nú var mamma ein heima með smástrákana þrjá, það yrðu ekki mikil jól þar. Hver átti að skreyta jólatréð þegar pabbi var hér og við ekki einu sinni hjá honum? 

Svona liðu nú tvær nætur og dagur á milli. Áreiðanlega fengum við vel að borða, en ekki man ég neitt um það og best gæti ég trúað að ég hafi verið lystarlítil.      Strákarnir léku sér úti í þessum óláns snjó, ég las og stelpan var að kíkja á mig öðru hvoru, en félagsskapur hennar freistaði mín ekki frekar en áður.   Enginn virtist hafa áhyggjur, nema þá helst út af þessari afmælisveislu sem við vorum í þann veginn að eyðileggja.  

Á Þorláksmessumorgunn komu boð um að reynt yrði að fara af stað með mjólkurbíl. Við tókum okkur saman, og yfirgáfum svo þetta leiðindahús öðru sinni - og ég óskaði þess að þar kæmi ég aldrei aftur.  Á ferðaskrifstofunni hittum við pabba og Jóa og við það batnaði ástandið til mikilla muna.

Síðan var lagt af stað og áfram haldið alla leið.    Ekkert man ég frá þessu ferðalagi, nema að Hvammsjeppinn var skilinn eftir þar sem hann sat fastur. Hvernig áttum við nú að komast í kirkjuna á Jóladag? 

En ég man að það var logn og stjörnubjartur himinn, þegar við gengum úr Kvíadalnum yfir Litlu-Laxá ísilagða á Þorláksmessukvöld.                                                                Nú stóð afmælisveislan sjálfsagt sem hæst á Selfossi.

Nokkrum árum seinna var ég gift öðrum stráknum. Þessum sem Örn hafði áður leikið sér við heima í sveitinni, og það er alltaf afmælisveisla hjá okkur á Þorláksmessu. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu...

 Þetta er alltaf jafn "skemmtileg" saga.

Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu..., 12.12.2007 kl. 18:29

2 identicon

Allgjör snilld

Kristín G. (IP-tala skráð) 12.12.2007 kl. 20:53

3 identicon

Þetta er frábær saga! Las hana fyrir Karenu og hana langar að vita hvað gerðist í millitíðinni, frá því þú komst loks heim og þar til þið giftust. Hvernig hittust þið aftur og hvað gerðist? Við erum mjög forvitnar!

Ása Ninna Katrínardóttir (IP-tala skráð) 13.12.2007 kl. 00:37

4 identicon

Ég elska þessa sögu, finnst hún jafn sjálfsögð á aðventu og messan á jólunum. Bestu kveðjur úr Smárarima 112.

Kata mágkona (IP-tala skráð) 13.12.2007 kl. 08:46

5 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Varð þér að ósk þinni -- að koma aldrei framar í þetta leiðindahús?

Kv. í bæinn

Sigurður Hreiðar, 13.12.2007 kl. 16:04

6 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Ó hvað ég fann til með þér. En þetta endaði vel og svo ertu bara gift stráknum sem Örn var að leika sér við. Skemmtileg frásögn.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 13.12.2007 kl. 17:04

7 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Ekki aldeilis Siggi Hreiðar, ég hef verið þar meira og minna síðustu 42 ár. Maður á aldrei að segja aldrei. kv.

Helga R. Einarsdóttir, 13.12.2007 kl. 17:27

8 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Eða: maður á vanda vel til óskanna…

Sigurður Hreiðar, 13.12.2007 kl. 18:38

9 Smámynd: GK

"Svo braut hún stól í frekjukasti..." ég hlæ alltaf upphátt þegar ég les þetta...

GK, 13.12.2007 kl. 21:18

10 Smámynd: Rannveig Bjarnfinnsdóttir

Ha ha ha ha ha   Ég veit hver braut stólinn hehe.  Þetta er frábær saga.  Ég hef "nokkrum" sinnum komið í þetta hús.  Eða hinumegin öllu heldur

Rannveig Bjarnfinnsdóttir, 16.12.2007 kl. 22:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hér slettir Helga skyrinu...

Höfundur

Helga R. Einarsdóttir
Helga R. Einarsdóttir
Netfang: hresk@mi.is

Færsluflokkar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • DSCF2187
  • DSCF2186
  • DSCF2180
  • DSCF2214
  • DSCF2208

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.7.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 197621

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband