Annasöm helgi

Það hefur eitt og annað verið að gera þessa helgi, enda er orðið einum of stutt til jóla. Hvað verður eiginlega um allan þennan tíma?

Hún Una er nú farin úr einu fóstrinu í annað, hún er komin til Guggu frænku og Júlíu.  Eins og aðrir hafði hún nóg að gera um helgina. Það byrjaði í gær, þá fór hún með ömmu og afa að taka á móti jólasveinunum sem voru að koma ofanúr fjalli. Það var nú eiginlega afi sem mest var með henni af því að amma var að gefa öllu fólkinu fullt af rjómavöfflum og kakói. Amma var nú ekki að þessu af eintómri góðmennsku, hún er bara ein af karlakórskonunum og þær gerðu þetta fyrir bæinn. Bærinn kann ekkert að baka vöfflur. Afi fór svo að syngja fyrir jólasveinana, með kórnum, og þá varð Una að vera hjá ömmu á meðan. Sat í tröppunum upp á loft í skálanum, á bak við hurð.

Við vöknuðum snemma í morgun - ja - alla vega snemma á sunnudegi. Una fékk sér morgunmat, en fór svo að hjálpa ömmu að baka smákökur. Það alveg skotgekk og var búið áður en Una fór að leggja sig síðdegis. Hún hefur verið í ferðarúminu hennar Dýrleifar og verið ánægð með það. Í gærdag gekk henni samt ekki vel að sofna og eftir smá stund var hún allt í einu komin fram. Amma og afi urðu alveg hissa, þetta rúm átti alveg að halda barni eins og Unu. En hún er víst ekkert venjuleg, sagði reyndar að Una hefði meitt sig, en gerði annars ekki mál úr þessu.

Við fórum svo í Bónus í Hveragerði seinnipartinn í dag. Amma þurfti að kaupa hitt og þetta, það besta sem hún keypti voru vínberin, og Una var búin að borða heilmikið af þeim áður en komið var að kassanum. Stelpan þar sagði samt ekki neitt þó pokinn væri hálftómur. HDSCF5586DSCF5596DSCF5594DSCF5598DSCF5602DSCF5608DSCF5613enni er víst alveg sama um þessi vínber.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu...

Svo þetta hefur verið berjabomba í bleyjunni áðan......

Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu..., 9.12.2007 kl. 23:45

2 identicon

Það er líka svona skemmtilegt heima hjá mér alla  helgina  en nú sitja foreldrarni fastir á flugvelli vegna veðurs en sem betur fer eru börnin  í öruggu skjóli hjá ömmu sinni og afa.

nýrarljósið (IP-tala skráð) 10.12.2007 kl. 22:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hér slettir Helga skyrinu...

Höfundur

Helga R. Einarsdóttir
Helga R. Einarsdóttir
Netfang: hresk@mi.is

Færsluflokkar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • DSCF2187
  • DSCF2186
  • DSCF2180
  • DSCF2214
  • DSCF2208

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.7.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 197621

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband